Skagafjörður

Tindatóll sigraði Pärnu 62-69

Tindastóll er skrefinu nær því að tryggja sér sæti í FIBA Europe Cup keppninni en seinni leikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 á móti BC Trepka. Þar sem undirritaður var á fullu að setja upp Fréttablaðið Feykir, sem kemur út á morgun, á meðan á leik stóð gat hann ekki mikið fylgst með gengi mála öðruvísi en að horfa á stöðuna af og til. Leikurinn byrjaði ekkert svakalega vel fyrir okkar menn og ef ég man rétt vorum við um 10 stigum undir í hálfleik. Pavel hefur því náð að stappa stálinu í hópinn í leikhléinu því þeir enduðu með því að sigra með 7 stiga mun. Vel gert Tindastóll - Gangi ykkur vel á morgun.
Meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Aski–mannvirkjarannsóknasjóði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski–mannvirkjarannsóknasjóði fyrir þriðja styrkár sjóðsins, styrkárið 2023.
Meira

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október næstkomandi. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Kverkatak : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög.
Meira

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit verður á röltinu á Króknum annað kvöld, 3. okt.

Á Facebook-síðunni Björgunarsveitin Skagfirðingasveit er tilkynning til íbúa Sauðárkróks. Þar segja þau frá því að félagar úr Björgunarsveitinni verði á röltinu, þriðjudaginn 3. okt., á milli húsa í fjáröflunarverkefni fyrir Skagafjörð við að skrásetja ruslatunnur á Króknum og þar með talið brúna hólfið sem er fyrir lífræna úrganginn. Það verði því nauðsynlegt að opna tunnurnar og íbúar megi eiga von á því að félagar sveitarinnar verði að hnýsast eitthvað en það er bara í góðum tilgangi, ekkert slæmt á ferðinni.
Meira

Notar þú gælunafn yfir bílinn þinn?

Gráni gamli, þruman og kagginn eru algeng gælunöfn á bílum og er þetta ótrúlega skemmtileg hefð sem ég hef fallið fyrir. Ég hef yfirleitt notað bílategundina til að nefna bílana mína eins og t.d Yarrinn (Yaris) og Rollan (Corolla). Þannig að ef þú ert ekki nú þegar búin/n að gefa bílnum þínum gælunafn þá er um að gera að gera það í dag því það er alþjóðlegi gefðu bílnum þínum nafn í dag. En hvað segja lesendur Feykis, þeir sem eru löng búnir að skíra bílana sína skemmtilegum nöfnun, hvað heita þeir?
Meira

Tindastólshópurinn farinn til Eistlands

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Meira

Unnið að tengingum nýs dælubúnaðar í dælustöð Steinsstöðum á morgun, þriðjudaginn 3. okt.

"Á morgun, þriðjudaginn 3 okt., verður unnið að tengingum í dælustöðinni á Steinsstöðum. Vegna þess mun verða heitavatnslaust hjá notendum Steinsstaðaveitu frá kl. 9 að morgni og fram eftir degi. Um er að ræða Steinsstaðahverfið og nokkra bæi þar framan við. Notendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda." segir á vef skv.is.
Meira

Bændafundir Líflands

Dagana 3.-5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Í okkar fjórðungi verða fundir haldnir í Verslun Líflands á Blönduósi 4. október frá klukkan 19:00-21:30 og í Skagafirði á Hótel Varmahlíð 5. Október frá klukkan 12:00-15:00.
Meira

Matarþjónusta í dreifbýli

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar má finna augýsingu þar sem félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar leitar eftir áhugasömum þátttakendum eldra fólks utan Sauðárkróks til að taka þátt í reynsluverkefninu „Matarþjónusta í dreifbýli“.
Meira