Töluverð hætta á snjóflóðum á Tröllaskaga
	feykir.is
		
				Skagafjörður	
		
					03.04.2024			
	
		kl. 11.32	
			
	
	
		Í tilkynningu á vef Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi er sagt að það sé varasamt að fara um Tröllaskagann núna. Ástæðan er snjóflóðahætta en um hádegisbilið í gær féll 240 metra breitt flóð í Deildardal, austan Hofsóss, skammt frá bænum Kambi. Féll það yfir veginn, ána og brúna.
Meira
		 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
