Stólastúlkur unnu mikilvægan útisigur á Snæfelli
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Íþróttir	
		
					08.04.2024			
	
		kl. 21.54	
			
	
	
		Stólastúlkur hófu leik í úrslitakeppni um sæti í Subway-deild kvenna á Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar en það virtist ekki trufla lið Tindastóls á nokkurn hátt. Þær komu helgrimmar til leiks, náðu fljótt undirtökunum í jöfnum og spennandi leik og létu sér hvergi bregða í þau örfáu skipti sem heimaliðið komst yfir. Stólastúlkur náðu tíu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu gestgjöfunum í seilingarfjarlægð allt til loka. Mikilvægur sigur, 73-82, og næst verður heimaleikur í Síkinu á miðvikudagskvöld.
Meira
		 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
