Kría hafði betur í toppslagnum
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Íþróttir	
		
					29.03.2024			
	
		kl. 15.00	
			
	
	
		Karlalið Tindastóls í fótboltanum spilaði síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá fengu þeir lið Kríu í heimsókn á græna flauelsdúkinn á Króknum. Leikurinn átti að fara fra, um liðna helgi en var þá frestað vegna snjóa og veðurs. Úr varð spennuleikur en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðli 4 í C-deild Lengjubikarsins. Það fór á endanum svo að Kría hafði betur, gerðir þrjú mörk en lið Tindastóls tvö.
Meira
		 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
