Frostið fór í 25 gráður á Sauðárkróksflugvelli í gær
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.01.2024
kl. 09.21
Það hefur verið fimbulkuldi hér fyrir norðan síðustu daga en í gær var minnstur hiti á landinu á Sauðárkróksflugvelli eða mínus 25 gráður. Bíleigendur á Sauðárkróki skulfu margir hverjir þegar þeir settust inn í farartækin sín og hitamælar sýndu um 20 stiga frost. Þekktir kuldapollar eru í Skagafirði og þá ekki hvað síst í nágrenni Héraðsvatna. Þannig mátti lesa á samfélagsmiðlum að mælar hefðu sýnt allt að 29 stiga frost við Löngumýri.
Meira