Gabby og Monica eru Stólastúlkur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.01.2024
kl. 00.47
Það hafa örugglega einhverjir fótboltaþyrstir saknað frétta úr herbúðum Bestu deildar liðs Tindastóls en nú í kvöld voru tvær stúlkur kynntar til leiks sem leikmenn liðsins komandi sumar. Markvörðurinn öflugi, Monica Wilhelm, sem lék með liðinu síðasta sumar við góðan orðstýr endurnýjar kynnin og þá hefur nýliðinn Gabby Johnson, sem síðast spilaði fyrir Virginia Tech háskólann, skrifað undir samning við Tindastól.
Meira