Emese Vida aftur á Krókinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.08.2023
kl. 15.43
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Emese Vida um að leika áfram með kvennaliði Tindastóls. Hún stóð sig með ágætum síðasta vetur en þá skilaði hún 15,6 stigum að meðaltali og 15,9 fráköstum. Það má fastlega reikna með því að hún sé enn 190 sm á hæð en nú í september kemst hún á fertugsaldurinn.
Meira