Skagafjörður

Emese Vida aftur á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Emese Vida um að leika áfram með kvennaliði Tindastóls. Hún stóð sig með ágætum síðasta vetur en þá skilaði hún 15,6 stigum að meðaltali og 15,9 fráköstum. Það má fastlega reikna með því að hún sé enn 190 sm á hæð en nú í september kemst hún á fertugsaldurinn.
Meira

Þrisvar reitt til höggs : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn.
Meira

Meistarabragur á meisturum Vals

Lið Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu mætti á Sauðárkróksvöll í dag og spilaði við lið Tindastóls í Bestu deildinni. Það væri synd að segja að Stólastúlkur hafi nokkurn tíma stigið dans við lið Vals á jafnréttisgrundvelli en frammistaðan í dag var í raun bísna góð þrátt fyrir 0-3 tap. Lið Vals vann verðskuldað en heimaliðið gaf hvergi eftir og er örugglega ósátt við mörkin sem það fékk á sig, þau virtust flest frekar ódýr.Meistar
Meira

„Dýrin vekja alltaf mikla lukku hjá börnunum“

„Sveitasælan má segja að hafi gengið vonum framar þar sem farið var í seinna lagi af stað með undirbúning. En það voru um 30 sýnendur sem mættu til okkar sem ég tel fínt start aftur eftir fjögur ár í dvala,“ segir Sigurlína Erla Magnúsdóttir, formaður Flugu og annar verkefnastjóra Sveitasælunnar sem fram fór í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gær, og vísar þar í Covid-pásuna.
Meira

Nei, hættu nú alveg!

Blaðamanni brá nokkuð í brún þegar hann í makindum fletti í gegnum netsíður á spjaldtölvunni heima í stofu á meðan Nylon-stúlkur meikuðu endurkomu sína á Menningarnótt Reykvíkinga. Á heimasíðu Veðurstofunnar mátti nefnilega sjá að spáð var stórhríð drjúgan hluta mánudags og var Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók eina veðurstöðin sem bauð upp á svona kaldranalegan ágústdag þó svo að spáin geri almennt ráð fyrir lækkandi hitastigum.
Meira

Sveitasælan komin í syngjandi sveiflu

Það mætti halda að það væri saga sumarsins að í hvert sinn sem slegið er upp veislu í Skagafirði þá mætir þokan alltaf fyrst á svæðið. Þannig var það í morgun þegar Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð, hófst kl. 10 í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þokunni er þó farið að létta og stefnir í linnulítil sólskinsbros næstu tímana.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

Stólarnir höfðu yfirburði gegn Hlíðarendapiltum

Lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í kvöld á Sauðárkróksvelli í 15. umferð 4. deildar. Stólarnir voru í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig fyrir leik en lið KH í sjötta sæti með 20 stig. Ekki var það að sjá á spilamennsku liðanna að þau væru á svipuðum slóðum í deildinni því yfirburðir Tindastóls voru talsverðir og úrslit leiksins, 4-0, fyllilega verðskulduð.
Meira

Helga Rós lætur af störfum sem kórstjóri Skagfirska kammerkórsins: „Framtíð kórsins er björt“

Á nýafstaðinni Hólahátíð stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið kórstjóri kórsins frá árin 2013 en lætur nú staðar numið.
Meira

„Sumum finnst við agaleg þjóð að borða þessi krútt“

Á Hofsósi er snotur veitingastaður sem kallast Retro Mathús og stendur í Plássinu – nú eða Kvosinni eða niðri í Stað, svona eftir því hvaða Hofsósingur er spurður. Rétt hjá rennur Hofsáin til sjávar og í þessu lognríka umhverfi myndast oft hitapottur yfir sumarið. Það eru Magnús Eyjólfsson og Guðrún Sonja Birgisdóttir sem eiga og reka Retro Mathús en þar eru um tíu starfsmenn yfir háannatímann og þjónustan hressileg og lipur.
Meira