Þriggja stiga stuðpartý Stólanna í Hveragerði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.12.2023
kl. 23.17
Sigurlausir Hamarsmenn fengu meistara Tindastóls í heimsókn í Hveragerði í síðustu umferð fyrri umferðar Subway-deildarinnar í kvöld. Það er allt í einum haug á toppi deildarinnar og að mati Pavels þjálfara var mikilvægt að ná í sigur í Kjörísbæinn svo lið hans þyrfti ekki að stunda eltingarleik eftir áramót. Bæði lið komu nokkuð löskuð til leiks en um leið og Stólarnir náðu undirtökunum var ekki að sökum að spyrja. Lokatölur 81-106.
Meira