Skagafjörður

Framtíð Söguseturs íslenska hestsins í mótun

Unnin hefur verið stefnumörkunarskýrsla Sögusetursins og er næsta skref að ráða verkefnastjóra til að framfylgja þeirri skýrslu, leiða verkefnið og halda áfram frekari vinnu.
Meira

Ríflega 700 nemendur skráðir í FNV á haustönn

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00. Nýnemar úr grunnskóla mæta hins vegar til leiks þriðjudaginn 22. ágúst. Ríflega 700 nemendur eru skráðir í skólann ýmist í dagskóla eða fjarnám. Aðsókn nemenda utan Norðurlands vestra hefur aukist til muna og er heimavistin troðfull en þar munu 89 nemendur búa á haustönn.
Meira

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Hvítur himbrimi í höfninni á Króknum

Fyrr í dag birti Viggó Jónsson myndir af sérkennilegum fugli á sundi í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Birti hann myndirnar á Facebook og eru menn sammála um að þarna sé hvítur himbrimi og hefur fuglinn víst sést áður og annarsstaðar í Skagafirði.
Meira

Leiðbeiningar um losun garðaúrgangs á Króknum

Á vefsíðu Skagafjarðar er greint frá því að breytingar hafa orðið á því hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Króknum.
Meira

Stórhátíð á Stórhóli á sunnudaginn

„Beint frá býli“ dagurinn er á sunnudaginn nk. og verður blásið til stórhátíðar fráá Stórhóli í Lýtingsstaðahrepp frá kl. 13 til 17 í tilefni af 15 ára afmæli „Beint frá býli“ verkefnisins.
Meira

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Farsæld og vellíðan barna var þema fræðsludags skólanna í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar að fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í tólfta sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár á samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Starfsfólk sem tók þátt í fræðsludeginum í ár var um 240 talsins.
Meira

Sveitasæla um helgina - Fjölskyldustemning og almenn skagfirsk gleði

Sveitasælan, landbúnaðar og bændahátíð í Skagafirði verður haldin laugardaginn 19. ágúst nk. frá klukkan 10:00 til 17:00 og fer venju samkvæmt fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Að sögn Sigurðar Bjarna Rafnssonar má búast við skemmtilegri fjölskyldustemningu og almennri skagfirskri gleði þar sem landbúnaðurinn verður í aðalhlutverki.
Meira

Hundrað marka Murr með geggjað mark í merkissigri á Þrótti

Það er óhætt að segja að Stólastúkur hafa hingað til ekki sótt gull í greipar Þróttara sem nú eru eitt albesta lið landsins. Í það minnsta man Bryndís Rut fyrirliði ekki til þess að hafa unnið Þrótt. Það má því kannski segja að það hafi ekki margir verið vongóðir um að lið Tindastóls færi á splunkunýjan gervigrasvöll þeirra reykvísku og tækju stigin þrjú með sér norður. En það var einmitt það sem gerðist í gærkvöldi. Gott skipulag, gæði og gríðarleg vinnusemi – og kannski pínu lukka – sáu til þess að Stólastúlkur sigruðu Þrótt 0-2. Seinna markið var af rándýrari gerðinni og hundraðasta mark Murr fyrir lið Tindastóls.
Meira