Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.12.2023
kl. 12.33
Söfnin þrjú á Norðurlandi vestra, þ.e. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði, hafa undanfarin ár lagt áherslu á aukið samstarf og fræðslu sín á milli. Söfnin sem öll eru viðurkennd söfn, hafa m.a. staðið fyrir nokkrum námskeiðum fyrir safnafólk sem hafa nýst vel í safnastarfinu og hefur styrkur úr aukaúthlutun Safnasjóðs skipt þar sköpun.
Meira