Skagafjörður

Danssveit Dósa sótti heimsfrægðina á Rauðasand

Feykir frétti af því fyrir eintóma tilviljun í kaffitíma sínum að hin stuðvæna Danssveit Dósa, sem er skagfirsk hljómsveit eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, fékk nokkuð óvenjulegt verkefni upp í hendurnar á dögunum. Eða kannski öllu heldur, staðsetning giggsins var óvenjuleg. Hljómsveitarstjórinn, Sæþór Már Hinriksson, gítarleikari og afleysingablaðamaður Feykis, fékk nefnilega upphringingu frá Ástþóri Skúlasyni bónda á Melanesi á Rauðasandi á Barðaströnd. Hann vantaði hljómsveit til að spila í 50 ára afmælisveislu sinni sem hann vitaskuld vildi halda heima hjá sér. Veislan var um síðustu helgi og það var því ekki annað í stöðunni fyrir Feyki en að forvitnast um ferðalagið hjá starfsmanni sínum.
Meira

Keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Keppendur vinna með þema í kökuskreytingum. Þemað er fjölbreytileiki þetta árið.
Meira

Skemmtiferðaskip í höfn á Króknum í dag

Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse 2 kom til hafnar á Sauðárkróki upp úr kl. 8 í morgun í norðankalda en hitinn í Skagafirði er að skríða í tíu gráðurnar en ætti að hækka eftir því sem líður á daginn. Scenic Eclipse 2 er lúxus skemmtiferðaskip sem getur tekið 228 farþega og staldrar heldur lengur við en skipið sem heimsótti Krókinn fyrr í júlí en það lætur ekki úr höfn fyrr en um kl. 11 í kvöld á meðan hið fyrra var horfið út fjörð um kvöldmatarleytið.
Meira

Ultimo-appið orðið aðgengilegt

Eins og Feykir greindi frá í júní sigraði Jóhanna María Grétarsdóttir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023 með hugmyndinni „Ultimo”. Jóhanna María býr á Sauðárkróki og foreldrar hennar eru Grétar Karlsson og Annika Noack.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst í dag

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin núna nú næstu daga, 26. – 30. júlí. Hátíðin fer fram á Hvammstanga og hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 en tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina og hefur í dag fengið á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ.
Meira

Fyrirlestur um fornleifar í Hegranesi

Sunnudaginn 30. júlí verður haldinn í félagsheimilinu Hegranesi fyrirlestur um fornleifarannsóknirnar sem fram fóru í Hegranesinu árin 2014-2018.
Meira

Áfram Tindastóll komið í hús

Í síðustu viku kom út kynningarblað knattspyrnudeildar Tindastóls, Áfram Tindastóll, en það voru starfsmenn Nýprents sem að önnuðust útgáfuna, söfnuðu efni, settu blaðið upp og prentuðu. Blaðinu hefur þegar verið dreift í hús á Sauðárkróki en einnig er hægt að nálgast það í verslunum og á völdum stöðum.
Meira

Ljómarallý í Skagafirði um næstu helgi

Laugardaginn 29. júlí 2023 fer fram Ljómarallý í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár.
Meira

Donni ánægður með frumraun þeirra spænsku

„Ég er gríðarlega ánægður með leikinn i heild sinni. Þetta var frábær frammistaða bæði varnar - og sóknarlega. Geggjað að skora frábær fjögur mörk og hefðum getað skorað aðeins fleiri,“ sagði markagráðugur Donni þjálfari þegar Feykir hafði samband við hann að loknum leik Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Stólastúlkna og færði liðið ofar í töfluna.
Meira