Skagafjörður

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári.
Meira

„Það bregst aldrei að þær heilla mig með baráttuanda sínum“

Það kom fram í umfjöllun um leik Tindastóls og ÍBV í dag að Murielle Tiernan, eða bara Murr upp á grjótharða íslensku, var heiðruð áður en leikurinn hófst en hún náði fyrir nokkru þeim áfanga að hafa spilað 100 leiki fyrir Stólastúlkur í deild og bikar. Það eru um sex ár frá því að hún gekk fyrst til liðs við Tindastól sem þá var í 2. deild en með tilkomu hennar og uppkomu metnaðarfullra og stoltra Stólastúlkna í meistaraflokk hófst ótrúlegur uppgangur kvennaboltans á Króknum. Feykir sendi nokkrar spurningar á Murr.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna og þrjú stig í pokann

Það var einn leikur í Bestu deild kvenna þessa helgina og hann var spilaður á Króknum í dag. Þá tóku Stólastúlkur á móti liði ÍBV úr Eyjum í því sem má kalla sex stiga leik, liðin bæði að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild. Tvær splunkunýjar spænskar stúlkur léku sinn fyrsta leik fyrir heimastúlkur og það var ekki annað að sjá í dag en að þar færu klassaspilarar. Þó það gangi hægt hjá Murr að komast í 100 mörkin fyrir Stólastúlkur þá átti hún skínandi leik í dag og lagði í raun upp öll fjögur mörk liðsins í skemmtilegum og vel spiluðum leik. Lokatölur 4-1 og Stólastúlkur færðust úr níunda sæti í það sjöunda.
Meira

Ást er allt / ARNAR BJÖRNS

Landsliðsmaðurinn, Stóllinn og skemmtanastjórinn Sigtryggur Arnar Björnsson, fæddur árið 1993, varð í maí síðastliðnum Íslandsmeistari í körfu með liði Tindastóls. Titlinum var fagnað vel og lengi. Nú á dögunum steig Arnar síðan pínu dans utan þægindarammans en þá stökk kappinn í gervi skífuþeytis (DJ) á bæjarhátíðinni Hofsós heim.
Meira

Tindastóll með töff sigur á toppliðinu

Karlalið Tindastóls var í eldlínunni í 4. deildinni í dag þegar strákarnir tóku á móti toppliði deildarinnar, Vængjum Júpíters, á Sauðárkróksvelli. Fyrir leik voru Stólarnir hins vegar í fjórða sæti deildarinnar og þurftu nauðsynlega að næla í sigur til að koma sér betur fyrir í toppbaráttu deildarinnar. Það hafðist og var sigurinn nokkuð öruggur. Lokatölur að loknum skemmtilegum leik voru 3-1.
Meira

Ágæt þátttaka í Druslugöngunni á Króknum

Druslugangan 2023 fór fram á tveimur stöðum á landinu í dag, í Reykjavík og á Sauðárkróki. Gangan fór af stað um hálf tvö og var gengið frá Árskóla og að Sauðárkróksbakaríi þar sem fóru fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði. Göngufólk fékk afbragðsveður, það var bæði hlýtt og logn þó sólin væri sparsöm á geislana, og heyrðust því baráttuhróp þeirra sem þátt tóku í göngunni vel.
Meira

Faxi á Faxatorgi lagfærður - Færður úr steypu í brons

Í tilefni af 100 ára afmæli listamannsins Ragnars Kjartanssonar hefur sveitarstjórn Skagafjarðar ákveðið að láta lagfæra listaverkið Faxa á Faxatorgi. Faxi er sagður með mikilvægari verkum á markverðum ferli hans. Verður höggmyndin færð af stalli sínum, hæfð til steypu í brons svo hægt verði að varðveita hana án viðhalds til langs tíma. Einnig verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður.
Meira

Bíll brann til kaldra kola á Garðssandi

Í kvöld kviknaði í bíl sem ekið var í austurátt frá Sauðárkróki á þjóðvegi 75 á Garðssandi. Ökumanni og farþega tókst að koma bílnum út fyrir veg og forða sér út en bíllinn varð alelda á skömmum tíma og brann til kaldra kola. Slökkviliðið mætti á staðinn en þá var orðið of seint að bjarga bílnum en slökkviliðið slökkti eldinn.
Meira

Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst

Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Meira