Skagafjörður

Aníka Linda gengur til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að styrkja kvennaliðið og hefur nú samið við Aníku Lindu Hjálmarsdóttur sem kemur til Tindastóls frá ÍR.
Meira

Samkomutjöldin risin á Unglingalandsmótssvæðinu

Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og ungmennafélagar frá Neista á Hofsósi og Ungmennasambandi Skagafjarðar reistu á Sauðárkróki í gær tvö stærstu tjöldin sem einkenna Unglingalandsmót UMFÍ.
Meira

Beint frá býli dagurinn - 15 ára afmælishátíð

Í tilefni af 15 ára afmæli Beint frá býli félagsins, verður blásið til afmælishátíðar um land allt 20. ágúst.
Meira

Hugsjón, sérviska og þrái : Reiðskóli Ingimars Pálssonar 40 ára

Það eiga ófáir góðar minningar af reiðnámskeiði hjá Ingimari Pálssyni á Sauðárkróki enda allmörg ár síðan reiðskólinn hóf göngu sína eða heil fjörtíu. Ingimar lætur ekki deigan síga þó árin hellist yfir hann líkt og skólann en fyrr í sumar fagnaði hann 77 ára afmæli sínu. Feykir tók hús á hestamanninum síunga einn góðan veðurdag fyrr í sumar, rétt áður en farið var í reiðtúr með hóp áhugasamra hestakrakka á reiðnámskeiði.
Meira

Áslaug Arna heimsótti Háskólann á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins segir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi heimsótt Háskólann á Hólum í síðustu viku ásamt ráðuneytisstjóra og kynnt sér starfsemina. Fram kemur að mikil og ánægjuleg aukning á fjölda nemenda hafi orðið við háskólann, þá sérstaklega við fiskeldis- og fiskalíffræðideild, sem kallar á frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir það nám.
Meira

Hólahátíð :: Gísli Gunnarsson Hólabiskup skrifar

Hólahátíð hefur verið haldin árlega í 17. viku sumars allt frá stofnun Hólafélagsins árið 1964, eða í tæp sextíu ár. Áður voru svipaðar hátíðir haldnar í kringum 1950 þegar turninn var reistur við Hóladómkirkju, en þá var þess minnst að fjögur hundruð ár voru liðin frá aftöku Jóns Arasonar biskups og sona hans tveggja, Björns og Ara. Á þessu ári eru liðin 260 ár frá vígslu Hóladómkirkju.
Meira

Stjörnusigur í hörkuleik í Garðabænum

Stjarnan og Tindastóll mættust í Bestu deild kvenna í Garðabænum í gær. Leikið var við fínar aðstæður og leikurinn hin ágætasta skemmtun þar sem bæði lið fengu urmul færa til að skora. Með sigri hefði lið Tindastóls skotist uppfyrir Garðbæinga og þar með í sjötta sæti deildarinnar en það var hins vegar heimaliðið sem nýtti færin betur og hirtu stigin sem í boði voru. Lokatölur 2-1.
Meira

Skallar kipptu stólunum undan Stólunum

Ef það var brekka fyrir Tindastólsstrákana að færa sig upp í næstu deild fyrir ofan þá varð hún enn brattari í kvöld þegar Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og töpuðu í Borgarnesi. Fyrir leik voru Skallagrímsmenn í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig en lið Tindastóls í fjórða sæti með 20 stig. Það kom gestunum að litlu gagni því heimamenn unnu leikinn 2-0.
Meira

Fagmennska, traust og framsækni á eftir að skila sér til eflingar landsbyggðunum

„Blómleg byggð um land allt er framtíðarsýn Byggðastofnunar og byggir á trausti fagmennsku og framsækni,” segir Magnús B. Jónsson fráfarandi stjórnarformaður Byggðastofnunar sem lauk nýverið starfi sem stjórnarformaður eftir fjögurra ára stjórnarsetu. „Mér finnst Byggðastofnun vera í góðum málum, bæði vegna þess mannauðs sem þar hefur byggst upp og er meginverðmæti hverrar starfsemi og vegna þess hve efnahagur hennar stendur vel. Stofnunin á að mínu mati góða möguleika á að vaxa og dafna með þessar tvær undirstöður sem grunneiningar.”
Meira

Arnar, Pétur og Þórir í lokahóp fyrir æfingamót í Ungverjalandi

Íslenska karlalandsliðið í Körfubolta er á leiðinni til Ungverjalands á æfingamót í borginni Kecskemét. Þar mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn í Ungverjalandi. 
Meira