Skagafjörður

Faxi floginn á vit nýrra ævintýra

Nú í morgun flaug Faxi á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður er Reykjavík þar sem hann verður gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Að sýningu lokinni mun hann halda til Þýskalands þar sem hann verður færður í brons og mun síðan leggja á skeið aftur heim á Sauðárkrók.
Meira

Raggi er frumlegasta furðufígúran á Hofsósi

Bæjarhátíðin Hofsós heim byrjaði á fimmtudegi þar sem íbúar og gestir voru hvattir til að sameinast við að skreyta götur og hús. Í ár var skellt í keppni hver myndi gera frumlegustu furðufígúruna og veitt verðlaun fyrir.
Meira

Anna Karen og Arnar Geir enn á ný klúbbmeistarar GSS

Árlegt meistaramót fullorðinna hjá Golfklúbb Skagafjarðar var haldið dagana 5. – 8. júlí. Keppt var í fimm mismunandi flokkum og tóku 43 klúbbmeðlimir þátt.
Meira

Unglingalandsmótið er frábær vettvangur til þess að prófa nýja hluti og upplifa hin eina sanna ungmennafélagsanda

Fram undan er Unglingalandsmót á Sauðárkróki þar sem mestu máli skiptir að vera með, taka þátt og prófa eitthvað nýtt. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki er frábært tækifæri og vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 11-18 ára til þess að velja á milli fjölda íþróttagreina og afþreyingar í heimabyggð.
Meira

Þrír leikmenn Tindastóls í landsliðsæfingahóp

Landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í Körfubolta, Craig Pedersen, hefur valið æfingahóp fyrir landsliðsæfingar sumarsins. Í hópnum eru 21 leikmaður og þar af þrír leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar, Sigtryggur Arnar og nýjasti leikmaður liðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem gekk til liðs við Stólana fyrir stuttu.
Meira

Druslugangan snýst um að gjaldfella orðið drusla

Druslugangan 2023 fer fram á Sauðárkróki laugardaginn 22. júlí nk. Gengið verður frá Árskóla kl. 13:00 að Sauðárkróksbakarí þar sem fara fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði.
Meira

Stelpurnar í 3. flokki T/H/K/F unnu sér sæti í A-riðli

Sameinað lið T/H/K/F (Tindastóll/Hvöt/Kormákur/Fram) í 3. flokki kvenna vann frábæran sigur í gærkvöldi þegar stelpurnar heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn reykvíska. Leikurinn fór 2-4 og það voru Skagstrendingarnir Elísa og Birgitta sem sáu um markaskorun liðsins en þær hafa sannarlega lifað fótboltadrauminn í sumar því auk þess að spila með 3. og 2. flokki T/H/K/F hafa þær verið að spila með Bestu deildar liði Tindastóls í sumar.
Meira

Marta Perarnau og Bea Parra Í Tindastól

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls kemur fram að búið er að semja við tvo nýja leikmenn til að styrkja liðið barráttunni sem er framundan í neðri hluta Bestu deildar kvenna.
Meira

Vegurinn í Austurdal lagfærður

Á vef Skagafjarðar var sagt frá því fyrir helgi að nú standa yfir lagfæringar á veginum í Austurdal, frá Stekkjarflötum að Merkigilinu. Miklar skemmdir urðu á veginum í vatnavöxtum síðastliðið sumar og mátti heita ófær fólksbílum.
Meira

„Tóti túrbó“ til Tindastóls

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, margfaldur Íslandsmeistari, þrautreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður erlendis til margra ára, er genginn til liðs við Íslandsmeistara Tindastóls. Enginn vafi er á að Þórir verði liðinu mikil lyftistöng í því verðuga verkefni að verja titilinn.
Meira