Skagafjörður

Arnar HU1 landaði 771 tonni á Króknum

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki síðastliðna nótt. Aflaverðmæti um borð er um 300 milljónir og magn úr sjó er um 771 tonn og mun þetta vera mesti afli sem togarinn hefur landað á fiskveiðiárinu.
Meira

Króksmótið nálgast - „Fótboltamót snúast um að skapa góðar minningar og fá tækifæri til að þroskast og læra“

Það er skammt milli stórra högga í viðburðarhaldi á Sauðárkróki þessa dagana því að nú örfáum dögum eftir að Unglingalandsmóti UMFÍ lauk, hefst Króksmót, laugardaginn 12. ágúst.
Meira

Hólahátíð um helgina

Pílagrímaferðir, endurútgáfufagnaður sálmabóka, helgistund, kvöldverður, morgunstund í Hóladómkirkju, hátíðarmessa þar sem biskupar Íslands þjóna og hátíðardagskrá þar sem Ásgeir Seðlabankastjóri og Kammerkórinn koma fram, eru á meðal dagskrárliða á hátíðinni í ár.
Meira

Markalaust jafntefli í botnbarráttuslag

Tindastólskonur tóku á móti Selfoss í botnbarráttuslag í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í gær. Tindastóll hafði þar dauðafæri á að slíta sig frá neðstu liðunum í deildinni um stund en mistókst það og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Meira

Opið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Eva Rún áfram með Tindastól!

Eva Rún lék 23 leiki fyrir Tindastól í fyrstu deild kvenna á síðasta tímabili og skilaði þar að meðaltali 10.4 stigum, 14 í framlagi, 6.5 fráköstum og 5.9 stoðsendingum í leik.
Meira

Stefnt að malbikun þriggja gatna í Varmahlíð í ár

Malbikunarframkvæmdir eru hafnar í Varmahlíð en Norðurbrún hefur þegar verið malbikuð. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra Skagafjarðar stendur einnig til að Laugavegur verði malbikaður í ár sem og lenging Birkimels í Varmahlíð að hluta. Fyrir tveimur árum féll aurskriða úr Norðurbrún og niður á Laugaveg og mildi að ekki fór verr og ýmislegt sem huga hefur þurft að á svæðinu í kjölfarið.
Meira

Hlaupa sex maraþon á sex dögum

Hlaupahópurinn BOSS HHHC ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum frá Akureyri til Reykjavíkur til styrktar góðu málefni.
Meira

Tindastóll fer til Eistlands

Nú í hádeginu var dregið í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll sem var í styrkleikaflokki þrjú dróst þar í C-riðil ásamt BC Pärnu Sadam frá Eistland úr styrkleikaflokki eitt og BC Trepca frá Kósóvó úr styrkleikaflokki tvö.
Meira

Glötuð úrslít í kökuskreytingakeppni ULM 2023

„Þetta var geggjað havarí og svakalegt stuð. Aðsóknin var rosaleg en allir skemmtu sér vel og fóru glöð út með flottar kökur. Ég er rosalega stoltur af því hvað þetta tókst vel,‟ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson, sem var sérgreinarstjóri í keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki.
Meira