Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fær styrk frá Rannís
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.02.2023
kl. 11.02
„Þær gleðifregnir bárust í gær að Rannsóknasetrið hlaut styrk úr Innviðasjóði fyrir langvarandi verkefni okkar um gerð gagnagrunns sáttanefndabóka,“ skrifar Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, á Facebook. Hann segir að með styrknum hafi verkefnið verið að fullu fjármagnað og hægt að ljúka því á tilsettum tíma, á fyrri hluta ársins 2024.
Meira