Stóla- og Keflavíkurstúlkur skiptu með sér stigunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.09.2023
kl. 21.20
Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust á Sauðárkróksvelli í dag í fyrstu umferð úrslitakeppni liðanna í neðri hluta Bestu deildarinnar. Suðvestan strekkingur setti talsvert strik í leikinn en var þó ekki það strembinn að ekki væri hægt að spila boltanum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Stólastúlkur jöfnuðu eftir klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
Meira
