Skagafjörður

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fær styrk frá Rannís

„Þær gleðifregnir bárust í gær að Rannsóknasetrið hlaut styrk úr Innviðasjóði fyrir langvarandi verkefni okkar um gerð gagnagrunns sáttanefndabóka,“ skrifar Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, á Facebook. Hann segir að með styrknum hafi verkefnið verið að fullu fjármagnað og hægt að ljúka því á tilsettum tíma, á fyrri hluta ársins 2024.
Meira

Nýrnaígræðsla Sigrúnar Margrétar gekk vel

Sigrún Margrét Einarsdóttir er tveggja ára stúlka í Skagafirði sem fór nýverið til Svíþjóðar í líffæraskipti þar sem hún fékk nýra frá föður sínum Einari Ara Einarssyni. Aðgerðin fór fram í upphafi mánaðarins og gekk vel og segir á styrktarsíðu Sigrúnar að þeim feðginum heilsist vel.
Meira

Pelliscol valið vinsælasta Gulleggsteymið 2023

Stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands, Gulleggið, var haldin á dögunum í hátíðarsal Grósku þar sem Topp 10 hugmyndirnar kepptu um Gulleggið 2023. Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta atriðið að mati almennings. Pelliscol valið vinsælasta Gulleggsteymið 2023.
Meira

Stefanía Hermannsdóttir hlaut Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur

Hin unga frjálsíþróttakona Stefanía Hermannsdóttir á Sauðárkróki fékk á dögunum afhentan minningarbikar um Stefán Guðmundsson fv. stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Um farandbikar er að ræða sem oftast hefur verið veittur samhliða athöfn Menningarsjóðs KS.
Meira

Þakplötur fuku í óveðri síðustu daga í Skagafirði

Það hefur blásið hressilega á landinu síðustu daga enda djúpar lægðir vaðið yfir hauður og haf. Þrátt fyrir það voru útköll björgunarsveita á Norðurlandi vestra í lágmarki en á Skagaströnd slitnaði einn bátur upp en hékk á einum enda þegar að var komið og á Fremri-Kotum í Norðurárdal fauk gafl upp og hurðir af bragga á laugardaginn sem Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sinnti. Þar voru þakplötur einnig festar og þær sem höfðu losnað tryggðar niður.
Meira

Lee Ann Maginnis ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Lee Ann Maginnis sem framkvæmdastjóra deildarinnar. Lee Ann mun starfa með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum. Hún hefur störf á næstu dögum.
Meira

Gúllassúpa og mjólkurgrautur

Það var Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir (Abba) sem var matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2022, en hún er menntaður Bowentæknir og er ásamt eiginmanni sínum, Guðbergi Ellerti (Begga) með B.A. í þroskaþjálfafræðum. Í dag starfar hún sem bílstjóri, kynningaraðili og sölumaður hjá Smáframleiðendum á ferðinni sem Vörusmiðja – BioPol á Skagaströnd heldur utan um og Beggi starfar á sambýlinu í Fellstúni sem forstöðuþroskaþjálfi. Abba og Beggi eiga saman tvö börn, Harald Óla (Halla) 18 ára, starfar hjá Sveitasetrinu Hofstöðum, og Hörpu Sóllilju (Skrípið, hennar orð) 11 ára grunnskólanema.
Meira

Guðmundur Ingi sækist eftir varaformennsku í VG áfram, en breytingar verða í stjórn. Jana Salóme vill verða ritari VG

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tilkynnti á flokksráðsfundi VG, sem fram fór í gær í Hafnarfirði, að hann sækist eftir varaformennsku í hreyfingunni áfram. Hann og Katrín Jakobsdóttir formaður fluttu bæði ræður til félaganna fyrir fullu húsi í Golfskála Keilis í Hafnarfirði í gærmorgun. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í stjórn VG á landsfundi í mars, því Sóley Björk Stefánsdóttir, ritari hreyfingarinnar tilkynnti á sama tíma að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram.
Meira

Vaxandi áhugi á Evrópusamvinnu: Meirihluti þeirra sem taka afstöðu er fylgjandi aðild að ESB

Íslendingar hafa mikinn áhuga á Evrópusamvinnu og í nýlegum könnunum Maskínu má sjá að af þeim sem tóku afstöðu eru 53,3% fylgjandi því að Ísland gangi í Evrópusambandið og 66% sem vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aftur upp aðildarviðræður við sambandið.
Meira

"Ánægðust þegar ég sé manneskju í peysu sem ég prjónaði fyrir hana"

Leana Anna Haag er frá Sviss, en býr í Vík í Staðarhreppi með kærastanum Axel Kárasyni. Leana flutti til Íslands árið 2020 en kom fyrst árið 2010, þá sem ferðamaður í hestaferð. Leana vinnur á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira