Ágætis veður í kortunum út vikuna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.08.2023
kl. 11.00
Það var frekar andstyggilegt sumarveðrið á Króknum í gær, rok og rigning en það kombó hefur blessunarlega verið af skornum skammti í sumar. Feykir sagði frá því á sunnudag að einhver bilun væri hjá Veðurstofunni í spám tengdum Alexandersflugvelli við Sauðárkrók því þar vantaði stundum hitaspár og þess vegna mátti sjá að þar var gert ráð fyrir snjókomu í kortunum. Það skorti reyndar ekki mörg hitastig upp á í gær að vitlausa spáin gengi eftir og þegar rigningarbakkarnir létu undan síga í gærkvöldi voru fjallstoppar víðast hvar fagurhvítir í Skagafirði.
Meira
