Kindum komið til byggða úr Hrolleifsdal
feykir.is
Skagafjörður
06.02.2023
kl. 09.58
„Lengi von á einni! segir í skilaboðum Jónínu Bragadóttur til Feykis en það var gott betur en það því tvær kindur fundust í Hrolleifsdal sl. laugardag 4. febrúar. Eins og myndin sýnir nutu leitarmenn hjálpar hunda frá Arnarstöðum sið að handsama féð og voru þeir fljótir að króa þær af.
Meira