Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
16.02.2023
kl. 15.43
Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Meira