Skagafjörður

Jökulhlaup geta haft áhrif á lífríki áa og næsta umhverfi þeirra

Undanfarna daga hafa ár víða um land verið að ryðja sig í hlýindum og vatnsviðri en kuldar í desember og janúar voru langvarandi og frost víða mikið, sérstaklega inn til dala, segir í frétt á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra. Segir í fréttinni að á Norðurlandi vestra hafi þá allar ár verið lagðar og ísinn víða um 60-80 cm þykkur og sumstaðar jafnvel allt að 120 cm á þykkt.
Meira

Myrkur í gamla bænum á Sauðárkróki - Uppfært

Um nokkurt skeið hefur myrkrið verið alls ráðandi í gamla bænum á Sauðárkróki þegar skyggja tekur þar sem engin götulýsing er fyrir. Ástæðan er sú að verið er að vinna að uppfærslu á kerfi sem stýrir ljósastaurum í gamla bænum.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

118 vinningar dregnir út hjá meistaraflokki kvenna

Dregið var í happdrætti meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Tindastóli á konudaginn. Happdrættið var liður í fjáröflun stelpnanna en þær stefna á æfingaferð til Spánar núna á vordögum til að undirbúa sig fyrir átökin í deild þeirra bestu í sumar.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Fjölda lóða skilað í Nestúni og því tíu lausar

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar voru alls níu, áður úthlutuðum, íbúðarlóðum í Nestúni á Sauðárkróki skilað inn. Lausar lóðir í Skagafirði eru nú aðgengilegar í Kortasjánni á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

„Það er óútskýranlega frábær stemning hérna,“ segir Taiwo Badmus

Taiwo Badmus er 29 ára gamall írskur landsliðsmaður, ættaður frá Kongó, sem hefur glatt stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls síðustu misserin. Kappinn slagar í tvo metrana en er engu að síður snöggur og fimur og jafn líklegt að sjá hann troða með tilþrifum eða skella í eina eldflaug utan 3ja stiga línunnar. Í viðtali við Feyki segist hann svo sannarlega vera spenntur fyrir því hvert lið Tindastóls getur farið undir stjórn Pavels Ermolinski.
Meira

Vísnabókin er ómissandi á hverju heimili

Að þessu sinni er það Sara Regína Valdimarsdóttir, árgangur 1954, sem svarar Bók-haldinu. Eiginmaður er Þórarinn Magnússson bóndi á Frostastöðum en saman eiga þau sex uppkomin börn. Sara er fædd og uppalin í höfuðborginni en hefur búið í Blönduhlíðinni í fjörutíu og eitthvað ár eins og hún segir sjálf.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón í neyðarsöfnun

Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón krónur í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og segir Sólborg Una Pálsdóttir, formaður hennar, í frétt á raudikrossinn.is, að þetta hafi verið mögulegt vegna þess að markaður deildarinnar hafi gengið svo vel.
Meira