Skagafjörður

Saturday Night Fever í fyrsta sinn á íslensku leiksviði - Frumsýning á sunnudagskvöld

„Hver man ekki eftir John Travolta leika töffarann Tony Mareno í Saturday Night Fever og geggjuðu Bee Gees lögin sem eru í myndinni. Legendary mynd sem kom Travolta og Bee Gees á kortið og síðar heimsfrægð,“ svarar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, annar leikstjóri sýningarinnar, þegar hún er spurð út í uppfærslu Nemendafélags Fjölbrautaskólans á leikritinu Saturday Night Fever.
Meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Meira

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira

Villuráfandi ríkisstjórn - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.
Meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár. Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti.
Meira

Óvenju þægilegur sigur í Síkinu á liði Grindvíkinga

Tindastóll mætti seigu liði Grindavíkur í Subway-deildinni í gær og unnu sannfærandi sigur þrátt fyrir smá skjálftahrinu í þriðja leikhluta. Það varð þó ekkert panik hjá Stólunum að þessu sinni og þeir náðu vopnum sínum á ný í fjórða leikhluta og náðu þá mest 19 stiga forystu gegn óvenju lystarlitlum gestum. Lokatölur 95-82 og með sigrinum treystu Stólarnir stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar þar sem þeir sitja nú einir með 18 stig en nú þegar fimm umferðir eru eftir er nokkuð langsótt að liðið tryggi sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
Meira

Júróvisjónþema Sóldísar á konudaginn

Næstkomandi sunnudag verða haldnir hinir árlegu konudagstónleikar kvennakórsins Sóldísar sem að þessu sinni bera yfirskriftina Eitt lag enn. Það minnir óneitanlega á Júróvisjón enda Eitt lag enn, Harðar Ólafssonar, fyrsta íslenska framlag Íslands sem blandaði sér í toppbaráttuna í aðalkeppninni. Jú, það verður einmitt Júró þema, með glimmer og gleði.
Meira

Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Meira

Sex safnastyrkir á Norðurland vestra

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði. Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 í febrúar voru veittar 153.010.000 krónur en veittur var 101 styrkur til eins árs að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega. Sex umsóknir af Norðurlandi vestra fengu styrki.
Meira

Stólarnir sýndu flotta takta gegn Hetti

Tindastóll og Höttur frá Egilsstöðum mættust í Síkinu sl. mánudagskvöld. Það var til mikils að vinna fyrir gestina sem hefðu getað komist upp að hlið Stólanna í Subway-deildinni með sigri og verið með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna ef úrslitin hefðu fallið með þeim. Svo fór ekki því Stólarnir sýndu sparihliðarnar með Arnar ómótstæðilegan í gamla góða hamnum og ólíkt leiknum gegn Stjörnunni á dögunum þá héldu heimamenn dampnum allt til enda, bættu jafnt og þétt í og enduðu á að vinna öruggan sigur. Lokatölur 109-88.
Meira