KUSK sigraði Músíktilraunir og á ættir að rekja á Krókinn
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
03.04.2022
kl. 13.17
Úrslit Músíktilrauna 2022 fóru fram í Hörpu í gærkvöldi en Músíktilraunir eiga sér 40 ára sögu en þar lætur ungt tónlistarfólk ljós sín skína og tilraunirnar oft stökkpallur inn í glæsta framtíð á tónlistarsviðinu. Í gær var það KUSK sem bar sigur úr býtum og eftir því sem Arnar Eggert, tónlistarvitringur, segir mun þetta vera í fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar keppnina því á bak við KUSK stendur 18 ára snót af höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Óskarsdóttir, sem rekur ættir sínar til Vopnafjarðar og Skagafjarðar.
Meira