Nemar í fiskeldi við Háskólann á Hólum heimsóttu Vestfirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.05.2022
kl. 16.12
Nemendur í diplomanámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum brugðu undir sig betri fætinum nú nýverið og kynntu sér fiskeldistöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að nám í fiskeldi er byggt upp af tíu námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi. Í hverju námskeiði er gert ráð fyrir 3-4 daga staðbundinni lotu sem að jafnaði fer fram í Verinu á Sauðárkróki. Að þessu sinni fór staðlotan ekki fram heima í héraði heldur vestur á fjörðum.
Meira