Skagafjörður

Hólahátíð og biskupsvígsla um helgina

Hólahátíð verður haldin hátíðleg nú dagana 13.-14. ágúst en venju samkvæmt er hátíðin haldin sunnudaginn í 17. viku sumars. Dagskráin verður örlítið óvenjuleg þar sem sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, verður vígður biskup en það er Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígir sr. Gísla við hátíðlega athöfn á sunnudag í Hóladómkirkju.
Meira

Þórarinn hefur áhyggjur af framtíð verkalýðshreyfingarinnar

Vísir.is er með Þórarinn G. Sverrisson, formann Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í viðtali í kjölfar afsagnar Drífu Snædal sem forseta ASÍ. Hann segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­fariðeftir að hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.
Meira

Breytingar í stjórnun Háskólans á Hólum

Þann 1. ágúst sl. voru gerðar breytingar á skipulagi Háskólans á Hólum sem miða að því að draga úr yfirbyggingu í stjórnun skólans og færa fjármagn yfir í aukna þjónustu til starfsmanna. Edda Matthíasdóttir, sem áður var sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar hjá skólanum hefur nú verið ráðin sem framkvæmdastjóri hans.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll sem augljósan kost

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það gýs að nýju á Reykjanesskaga og vísindamenn leiða líkum að því að þessar jarðhræringar, með tilheyrandi skjálftum og eldgosum, geti staðið yfir næstu áratugina. Þar sem Keflavíkurflugvöllur er í námunda við gossvæðið gæti svo farið að gos hefði gríðarleg áhrif á samgöngur; bæði um flugvöllinn og nálæga þjóðvegi. Því hefur nú blossað upp umræða um heppilegan varaflugvöll fyrir landið. Á fundi í gær benti byggðarráð Skagafjarðar á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki henti vel sem svar við þessari brýnu þörf.
Meira

Taktu þátt í vali á fugli ársins 2022

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð en kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/. Þar er einnig hægt að sjá þá fugla sem voru tilnefndir og tóku þátt í fyrra en í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.
Meira

Feykir seinna á ferðinni

Vegna sumarleyfa er Feykir prentaður utan héraðs og var honum skilað til prentunar á mánudaginn. Því miður náðist ekki að koma honum á bíl á réttum tíma í gær sunnan heiða svo ekki er von á blaðinu á Krókinn fyrr en á morgun og þá fyrst hægt að koma ferskum Feyki til áskrifenda.
Meira

Þjóðarhöll í íþróttum – framkvæmdanefnd hefur störf

Framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum hóf störf í dag en í henni starfar sem fulltrúi ríkisins Þórey Edda Elísdóttir, á Hvammstanga. Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar og undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar til fjölmiðla.
Meira

Drífa Snædal segir af sér sem forseti ASÍ

Í yfirlýsingu á heimasíðu ASÍ segist Drífa Snædal hafa ákveðið að segja af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands og þeim trúnaðarstöðum sem hún hafi gegnt sem forseti. Tiltekur hún nokkrar ástæður fyrir ákvörðun sinni og þar sem stutt sé í þing ASÍ, sem er í byrjun október, hafi hún þurft að gera það upp við sig hvort hún gæfi áfram kost á sér.
Meira

Leitað að varðstjóra við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Á Starfatorgi er auglýst eftir varðstjóra við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra en um tímabundna ráðningu er að ræða. Staðan er með starfsstöð á Blönduósi og er gert ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. september nk.
Meira

Eins og veltandi steinn

Um helgina verður heljarmikil tónlistarhátíð á Skagaströnd tileinkuð tónlist hins goðsagnakennda tónlistarmanns Bob Dylan. Dagskrá hefst í félagsheimilinu Fellsborg með tónleikum og sýningu og er aðgangur ókeypis. Í lok fjölbreyttra dagskráliða verður Dylanmessa í Hólaneskirkju þar sem Dylanlög með trúarlegri tengingu verða flutt af tónlistarfólki úr hljómsveitum hátíðarinnar með aðstoð organista Hólaneskirkju.
Meira