Skagafjörður

Melissa Garcia og Rakel Sjöfn til liðs við Stólastúlkur

Á Tindastóll.is segir frá því að nýr bandarískur leikmaður, Melissa Alison Garcia, sé gengin í raðir kvennaliðs Tindastóls í Lengjudeildinni en Melissa er einnig með ríkisborgararétt í Lúxemborg.Hún er fædd árið 1991 og er kunnug næst efstu deild á Íslandi en árið 2020 spilaði hún með Haukum en eftir að hafa spilað einungis fjóra leiki með Hafnfirðingum sleit hún krossbönd og kom ekki meira við sögu.
Meira

Hornsílaráðstefna við Háskólann á Hólum

Nú stendur yfir alþjóðleg hornsílaráðstefna við Háskólann á Hólum. Ráðstefnan hófst 23. júlí og stendur til 29. júlí. Hornsíli er um margt merkilegur fiskur. Hann á uppruna sinn í sjó, en hefur endurtekið numið land í fersku vatni og hefur þar þróað mikinn fjölbreytileika, jafnvel þannig að nýjar tegundir hafi myndast. Hornsílið hefur fjölbreytt atferli, sérstaklega um hrygnimgartímann. Rannsóknir á atferli hornsíla lögðu einn grunninn undir atferlisfræði nútímans og fékk Tinbergen nóbelsverðlaun fyrir þær.
Meira

Aðsent - Valdleysi þolenda gagnvart samfélagi og kerfum sem eru gegnsýrð af þöggun og gerendameðvirkni.

Hér ætla ég að taka aðeins 3 dæmi af ótalmörgum “meintum” kynferðisbrotum úr skagfirskum samtíma. Athugið að dæmin eru mjög einfaldaðar frásagnir af raunverulegri reynslu þolenda og aðeins til þess ætlaðar að gefa almenningi hugmynd um hvernig þessi mál koma þolendum og aktívistum fyrir sjónir.
Meira

Emese Vida til liðs við leikmannahóp Stólastúlkna í körfunni

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hina serbnesk-ungversku Emese Vida um að leika með kvennaliðinu næstkomandi vetur. Vida er 29 ára og kemur með dýrmæta reynslu í ungt og efnilegt Tindastólsliðið. Hún er líka 1,90m á hæð og kemur því inn í lið Tindastóls með sjaldséða sentimetra.
Meira

Fyrsta Druslugangan á Sauðárkróki heppnaðist vel

Í gær, laugardaginn 23. júlí, var gengin fyrsta Druslugangan á Sauðárkók fyrir tilstilli Tönju M. Ísfjörð En gamanið byrjaði þó kvöldið áður um klukkan átta þegar hist var á Grand-inn bar, þar sem fram fór svo kalla prepp-kvöld, þar sem gerð voru skilti fyrir gönguna og stemmingin var góð.
Meira

Stúkan klædd og komin á ról

Nú nýlega var nýja stúkubyggingin við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki klædd og er hin snotrasta. Allra ánægðastir eru væntanlega stuðningsmenn sem hafa kvartað undan því að ísköld norðangolan hafi kælt á þeim læri og bossa þar sem hún átti greiðan aðgang undir stúkuna ... já og svo framvegis!
Meira

Stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið Tindastóls fyrir átökin framundan

Senn lokar leikmannaglugginn í íslenska fótboltanum og ljóst að Tindastóll hefur stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið félagsins fyrir átökin framundan. Feykir hafði samband við Donna Sigurðsson, þjálfara beggja liða, og spurði hann út leikmannamálin og hvort hann hafi verið sáttur við úrslit helgarinnar hjá sínum liðum.
Meira

Sjö mörk skoruð í dag og álagið full mikið fyrir vallarkynninn

Lið Tindastóls tók á móti köppum í Knattspyrnufélagi Ásvöllum úr Hafnarfirði í 4. deildinni í dag í glampandi sól á Sauðárkróksvelli. Yfirburðir heimamanna voru talsverðir en gestunum til hróss má segja að þeir hafi spriklað eins og nýveiddir laxar í síðari hálfleik og tekist að trufla Tindastólsmenn við að draga inn stigin þrjú sem í boði voru. Það dugði þó skammt því Stólarnir unnu 5-2 sigur og sennilega má segja að þeir hafi tryggt sér eitt af tveimur efstu sætunum í B-riðli í leiðinni.
Meira

Sterkt lið Fylkis náði í stig gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi og úr varð spennuleikur eins og jafnan hjá Stólastúlkum í sumar. Liðið kom örlítið laskað til leiks en Aldís María og Hrafnhildur gátu ekki hafið leik. Á meðan að lið heimastúlkna er í toppbaráttunni hafa Árbæingar verið í tómu ströggli í sumar en hafa nú styrkt lið sitt og verið að næla í stig í síðustu umferðum, m.a. jafntefli gegn HK. Það fór svo í gær að liðin skiptust á jafnan hlut, lokatölur 1-1.
Meira

Ég fæ gjarnan innblástur af litum úr náttúrunni

Margrét Aðalsteinsdóttir býr á Sauðárkróki og hef verið þar í bráðum 30 ár en er fædd og uppalin á Akureyri. „Maðurinn minn, Örn Ragnarsson er Króksari og 1993 fluttum við í Skagafjörðinn. Við eigum fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa í Árskóla og einnig á heilsugæslunni hér“ segir Margrét.
Meira