Skagafjörður

Tækifæri til fjárfestingar í gistirýmum á Norðurlandi

Bætt nýting utan háannar, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum er einkennandi fyrir þá stöðu sem blasir við í norðlenskri ferðaþjónustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu KPMG á gistirýmum á Norðurlandi, sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands í haust.
Meira

Hvað gerist þegar kona fer?

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður öllum þeim sem áhuga hafa á fyrirlestur með Ásdísi Ýr Arnardóttur fjölskyldufræðingi sem ber heitið „Hvað gerist þegar kona fer? Hvernig má styðja við konur sem vilja slíta ofbeldissambandi?“ og fjallar um þær aðstæður og tilfinningar sem gjarnan myndast þegar kona yfirgefur ofbeldissamband.
Meira

Mikill ljósagangur á Nöfum á morgun

Í fyrramálið, 25.nóvember, fer fram hin árlega Friðarganga Árskóla á Sauðárkróki þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfum. Strax að því loknu munu Kiwanisfélagar kveikja á ljósakrossunum í kirkjugarðinum en það er ekki síður mikið sjónarspil. Þetta mun vera áttunda árið sem Kiwanisklúbburinn Drangey sér um ljósakrossa í kirkjugarðinum fyrir einstaklingar sem vilja lýsa upp leiði ættingja og vina.
Meira

Emeselausar Stólastúlkur lutu í parket gegn Ármanni

Stólastúlkur léku við lið Ármanns í Kennaraháskólanum í gær í elleftu umferð 1. deildar kvenna. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðiin mætast þar og líkt og í fyrra skiptið þá voru það heimastúlkur sem höfðu betur. Lið Tindastóls lék á Emese Vida sem er meidd og mátti liðið illa við því að vera án hennar. Líkt og oft áður í vetur byrjaði lið Tindastóls vel og leikurinn var spennandi fram í miðjan annan leikhluta en þá skildu leiðir. Lokatölur reyndust 89-61.
Meira

Alþingi í eina viku

Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Miðflokkinn. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið á óvart við þingmannsstörfin, en þau eru um margt ólík öðrum störfum sem ég hef tekist á við.
Meira

Góð þátttaka í Starfamessunni

Í gær var Starfamessa haldin í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það er SSNV sem stendur fyrir messuhaldinu. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, sem var í forsvari messunnar ásamt Freyju Rut Emilsdóttur, þá tókst Starfamessan afar vel en hana sóttu allir nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra, um 250-300 nemendur, auk þess sem sýningin var vel sótt af nemendum FNV.
Meira

Leikir helgarinnar hjá yngri flokkum Tindastóls

Það voru nokkrir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina ásamt því að Þór Akureyri stóð fyrir Hreinsitæknimóti sem ætlað var krökkum frá 1.bekk upp í 6.bekk.
Meira

Skagaströnd fékk flest stig á félagssvæði Kjalar

Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins síðastliðið vor en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Á starfssvæði Kjalar ríkti mest ánægja meðal starfsmanna Skagastrandar en minnst í Skagafirði.
Meira

Kaldavatnslaust í Túnahverfi seinni partinn

Vegna tenginga vatnsveitu í Nestúni verður lokað fyrir kalda vatnið í efri hluta Túnahverfis eftir hádegi í dag. Göturnar sem um ræðir eru Iðutún, Jöklatún og allar götur þar fyrir ofan.
Meira

Háskólabrú á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki en Keilir er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum. Þar verður hægt að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem hægt er að sækja bæði með og án vinnu.
Meira