Skagafjörður

Tekið til kostanna í Sæluviku

Í tilefni 20 ára afmælis Reiðhallarinnar Svaðastaða verður haldin stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna! Sýningin fer í fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í lok Sæluviku, 30. apríl. Samhliða fer fram skeiðmót Meistaradeildar KS þar sem keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði.
Meira

Feykir 24+ meðal tíu bestu osta í heimi!

Á Sauðárkróki er búinn til einn besti ostur í heimi en á dögunum vakti Feykir 24+ mikla athygli í Heimsmeistarakeppni osta sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum. Segir í frétt Mjólkursamsölunnar að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur ostur sé meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn.
Meira

Pínu rosalega flott frammistaða Stólanna á parketinu og á pöllunum

Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í kvöld í 20. umferð Subway-deildarinnar í körfubolta og reyndist leikurinn hin besta skemmtun – í það minnsta fyrir heimamenn. Stólarnir voru yfir allan leikinn og með Arnar í banastuði en kappinn skellti í tíu þrista og réðu gestirnir ekkert við hann. Gamla góða stemningin var í Síkinu, taumlaust fjör, sungið og klappað og allir í stuði. Lokatölur reyndust 101-76.
Meira

Ná Stólarnir í tvö stig gegn Keflvíkingum í kvöld?

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en þá mæta Keflvíkingar til leiks. Liðin eru svo sem ekki á ólíku róli í deildinni, gestirnir í þriðja sæti með 26 stig en lið Tindastóls í sjötta sæti með 22 stig. Lið Tindastóls hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist hafa fundið taktinn en hafa ekki spilað í hálfan mánuð og spennandi að sjá hvort hvíldin komi liðinu til góða. Leikurinn hefst kl. 20:15.
Meira

Magnús Þór Ásmundsson ráðinn forstjóri RARIK ohf.

Magnús Þór Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí næstkomandi af Tryggva Þór Haraldssyni sem stýrt hefur fyrirtækinu frá árinu 2003.
Meira

Græna tröllið Shrek á svið Bifrastar í kvöld

Í kvöld frumsýnir 10. bekkur Árskóla á Sauðárkróki leikritið Shrek sem fjallar um samnefnt tröll sem þekkt er úr heimi teiknimyndanna. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og henni til halds og trausts er Eysteinn Ívar Guðbrandsson en þau mæðgin eru einnig handritshöfundar.
Meira

„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“

Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira

Horfum til framtíðar - Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035

Á vordögum 2019 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hefja vinnu við endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, en aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélagsins. Í aðalskipulaginu er mótuð stefna um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar ásamt því að sett er fram stefna sveitarstjórnar um byggðaþróun, samgöngur, reiðleiðir, gönguleiðir og margt annað sem snýr að gerð og þjónustu sveitarfélagsins.
Meira

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira