„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
24.03.2022
kl. 10.06
Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira