Skagafjörður

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira

Fyrsta MAKEathonið í verkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar í Árskóla á morgun

Á morgun fer fram fyrsta MAKEathon verkefnisins Grænir Frumkvöðlar Framtíðar (GFF) af þremur, í Árskóla á Sauðárkróki. Hin MAKEathonin tvö fara fram fyrir páska í Grunnskóla Bolungarvíkur og Nesskóla í Neskaupstað en MAKEathon verkefnið er nýsköpunarkeppni sem stendur yfir tvo daga. Í þessu fyrsta MAKEathoni tekur 31 nemandi í níunda bekk þátt sem vinna saman í teymum og keppast við að kynna lausn á áskoruninni: Hvernig getum við dregið úr notkun plasts við pökkun fisks og rækju?
Meira

Rabb-a-babb 208: Halla Mjöll

Nafn: Halla Mjöll Stefánsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Stefáns frá Gauksstöðum og Ólafar frá Sauðárkróki og Hofsósi. Ég er uppalin á Sauðárkróki. Starf / nám: Ég er menntaður fjölmiðlafræðingur og starfa sem sérfræðingur á ráðgjafasviði hjá Eignaumsjón hf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri húsfélaga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta var efst í huganum. Svo átti ég mér alltaf leynilegan draum um að verða leikkona eða söngkona. Edda systir fékk sennilega alla sönghæfileikana í vöggugjöf, en hver veit nema að ég vippi mér upp á leiksvið einn daginn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Kíkjum á þetta á morgun.“
Meira

Hlökkum til komandi tíma í stærra sveitarfélagi

Þann 18. apríl 2018 kom hópur fólks alls staðar úr sveitarfélaginu saman í framhéraði Skagafjarðar. Tilefni þessarar samkomu var að ræða komandi sveitarstjórnarkosningar og hvernig best væri að komast til áhrifa, því allir voru á sama máli að margt mætti betur fara í okkar sveitarfélagi. Mest var rætt um að styrkja þyrfti grunnþjónustu sveitarfélagsins og að tryggja jafna þjónustu um allt sveitarfélagið.
Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson endurkjörinn formaður Framsóknar

Kosning til forystu Framsóknar fór fram í gær á fjölmennu flokksþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir fengu endurnýjað umboð með afgerandi kosningu. Sigurður Ingi hlaut 98,63% atkvæða til formanns Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns.
Meira

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira

Skagfirskur snjólistamaður vekur verðskuldaða athygli

Það hefur viðrað vel til snjóhúsa- og snjókallagerðar um allt land í vetur og margir nýtt sér það til fullnustu. Feyki var bent á brottfluttan Skagfirðing í Kópavogi sem lætur ekkert stoppa sig í þessari göfugu listsköpun, og vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum fyrir frumlega skúlptúra.
Meira

Sigur gegn Stjörnunni í lokaleik Lengjubikarsins

Stólastúlkur léku síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Gengi liðanna hafði verið misjafnt; lið Tindastóls með eitt stig að loknum fjórum leikjum en Stjarnan með níu stig. Heimastúlkur voru staðráðnar í að bæta stigum á töfluna og leikurinn varð hinn fjörugasti. Lokakaflinn reyndist liði Tindastóls drjúgur og dugði til 3-2 sigurs sem svo sannarlega var sætur.
Meira

„Það byrjaði einhver prjónabylgja og maður hoppaði bara með á vagninn“

Hugrún Líf Magnúsdóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, honum Birgi Knút, og tveimur börnum, Aran Leví og litlu stelpunni þeirra, Amalíu Eldey, sem fæddist 3. ágúst síðastliðinn.
Meira