Covid-tölurnar á niðurleið á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.08.2021
kl. 12.57
Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í gær frá sér töflu yfir smit á Norðurlandi vestra eftir póstnúmerum. Það er gleðilegt að tölur yfir fólk í einangrun og sóttkví hafa farið lækkandi síðustu vikuna. Samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is frá í morgun eru nú aðeins sex smitaðir á Norðurlandi vestra en þeir voru mest 17 í síðustu viku. Þá eru núna fimmtán í sóttkví á Norðurlandi vestra.
Meira