Skagafjörður

Covid-tölurnar á niðurleið á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í gær frá sér töflu yfir smit á Norðurlandi vestra eftir póstnúmerum. Það er gleðilegt að tölur yfir fólk í einangrun og sóttkví hafa farið lækkandi síðustu vikuna. Samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is frá í morgun eru nú aðeins sex smitaðir á Norðurlandi vestra en þeir voru mest 17 í síðustu viku. Þá eru núna fimmtán í sóttkví á Norðurlandi vestra.
Meira

Veljum að vaxa

Það er gaman að vekja athygli á því sem vel er gert. Það er ekki úr vegi fyrir mig að segja hér örlítið frá þeim verkefnum sem Soroptimistar á Íslandi hafa meðal annars staðið fyrir undanfarna mánuði.
Meira

„Það er margra ára reynsla að dvelja vikulangt á hálendisvaktinni“

Vikuna 1.-8. ágúst var nóg um að snúast hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki en meðlimir hennar tóku að sér hálendisgæslu á hálendisvakt í Landmannalaugum á Fjallabaki. Hálendisvakt Landsbjargar er verkefni sem byrjaði fyrir allmörgum árum til að stytta viðbragðstíma björgunarsveita yfir sumarið við verkefnum á hálendinu.
Meira

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs. Með hliðsjón af henni veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstafana á mismunandi skólastigum.
Meira

Þórdís Kolbrún í heimsókn á Norðurlandi vestra

SSNV greinir frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi verið á ferð um Norðurland vestra í blíðunni í gær fimmtudag. Með henni í för voru Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri ásamt starfsfólki ráðuneytisins og Ferðamálastofu.
Meira

Framkvæmdir hefjast við Nestún á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður og Steypustöð Skagafjarðar hafa skrifað undir samning að undangengnu útboði um framkvæmdir við nýja götu á Sauðárkróki, Nestún, sem er staðsett fyrir ofan Laugatún og liggur samsíða henni, með aðkomu af Túngötu.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna alþingiskosninga 25. september 2021 hefst í dag, föstudaginn 13. ágúst 2021.
Meira

Styrkveitingar atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins haustið 2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Meira

Eyjólfur skipar efsta sæti hjá Flokki fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson verður oddviti framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Meira

Dýrmæt stig töpuðust í uppbótartíma

Það var hart barist á Sauðárkróksvelli í gær þegar sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis á Árskógsströnd mætti heimamönnum í Tindastóli í 3. deildinni. Bæði lið þráðu sigur; Stólarnir til að safna stigum í botnbaráttunni en gestirnir þurftu stigin ef þeir ætluðu að eiga raunhæfan möguleika á að keppa um sæti í 2. deild. Það fór svo að liðin sættust á jafntefli en D/R jafnaði leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Meira