Edda Daða komin með upp í kok af kræklingatali
feykir.is
Skagafjörður, Dreifarinn
14.10.2021
kl. 17.12
„Ég er búin að fá mig fullsadda á þessari endalausu kræklingavitleysu,“ sagði Edda Daða þegar hún hafði samband við ritstjórn á dögunum. „Sauðkræklingar! Hverslags ónefni er þetta eiginlega!? Ég sat og horfði á beina útsendingu á Stöð2Sport með manninum mínum og þar eru einhver glaðhlakkaleg borgarbörn að lýsa leik Tindastóls og Vals og þau svoleiðis staggla á þessu kræklinga-kjaftæði endalaust að það endaði með því að ég fékk bara alveg upp í kok og skipti hérna yfir á hann Gísla Martein... já, þá er nú langt gengið skal ég segja þér!“
Meira
