Skagafjörður

Með kjark og þor

Framtíðin, er hún björt? Hvað viljum við, og hvernig viljum við að það sé gert? Hvað fær venjulega húsmóðir sem er fædd og uppalin í Skagafriði, býr austur á Héraði í 33 ár og flyst svo á Blönduós til að fara í framboð? Jú þessi húsmóðir er búin um ævina að kjósa alla flokka á þingi nema þá sem vilja endilega ganga í Evrópusambandið, þá myndi ég aldrei kjósa. En þessir flokkar sem hafa áður fengið atkvæði mín fá þau aldrei aftur, ALDREI því það er ljóst að þrátt fyrir mikinn fagurgala í lykil málaflokkum, þá hefur þeim ekki tekist að standa við neitt. Slíktur lætur maður ekki bjóða sér endalaust. Þeir eru búnir að fá sín tækifæri, ekki meir takk, ekki meir.
Meira

Blómafjósið í Flugumýrarhvammi vekur athygli

Á vef Bændablaðsins er viðtal við Sigrúnu Hrönn Þorsteinsdóttur í Flugumýrarhvammi, eða Systu í Hvammi eins og hún er gjarnan kölluð í sinni sveit. Bæjarstæðið í Flugurmýrarhvammmi er einstaklega snyrtilegt og vakti það athygli Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar sem tók viðtalið. Fjósið er skreytt fallegum blómum sem Sigrún hefur ræktað sjálf og leggur mikla alúð í.
Meira

Okkar fólk

Á mínum fyrstu starfsárum vann ég á Sólheimum í Grímsnesi í tvígang. Fyrst sumarlangt og seinna frá janúar 1984 til maíloka sama ár. Foreldrar mínir unnu þar svo það var auðveldara að fá vinnu þegar sambönd voru til staðar.
Meira

Bólusetningar hjá HSN 16.-20. ágúst

Í næstu viku, viku 33 verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára á starfstöðvum HSN. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. Bólusettum íbúum á hjúkrunarheimilum, einstaklingum 80 ára og eldri, þeim einstaklingum sem eru mjög ónæmisbældir og einstaklingum 60-79 ára verður einnig boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni á næstu vikum. Miðað er við að 26 vikur hafi liðið frá skammti númer tvö.
Meira

Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki.
Meira

Rabb-a-babb 200: Guðbjörg Óskars

Nafn: Guðbjörg Óskarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Faðir minn hét Óskar Stefán Óskarsson og var slökkviðliðsstjóri á Sauðárkróki, móðir mín heitir Olga Alexandersdóttir. Fyrstu níu árin bjó ég í Innri-Njarðvík en hef búið á Sauðárkróki frá þeim tíma. Starf / nám: Sérfræðingur á Fyrirtækjasviði hjá Byggðastofnun. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Sonum mínum, hefði aldrei trúað því að ég myndi hafa gaman að því að horfa á fótbolta þar til börnin mín fóru að stunda þá íþrótt. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? 
Stelpukvöld með Rachel, Monicu og Phoebe (allar í karakter) hljómar vel.
Meira

Krakkarnir fá að lifa atvinnumannalífi í viku

Síðastliðinn mánudag hófust Körfuboltabúðir Tindastóls á Sauðárkróki. í búðirnar eru skráðir rúmlega 40 krakkar úr 14 félögum á aldrinum 12 til 16 ára. Stór hluti af þessum krökkum eru í fullu fæði og húsnæði á Hótel Miklagarði. Helgi Freyr Margeirsson er yfirþjálfari körfuboltabúðanna og átti blaðamaður Feykis samtal við hann er hann heimsótti búðirnar fyrr í dag.
Meira

Sæunn Kolbrún ráðin skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Á fundi byggðarráðs svf. Skagafjarðar sem fram fór í dag var greint frá því að Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir hafi verið ráðin í starf skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Meira

RÉTTIR Food Festival hefst á föstudaginn

Nú á föstudaginn næstkomandi, 13. ágúst, hefst matarhátíð á Norðurlandi vestra sem nefnist RÉTTIR Food Festival og mun hún standa yfir í 10 daga með viðburðum á öllu svæðinu og ljúka sunnudaginn 22. ágúst. Á hátíðinni, sem var fyrst sett á laggirnar sumarið 2019, munu matvælaframleiðendur og veitingastaðir á Norðurlandi vestra sýna heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk.
Meira

Stefnt að því að úthluta 30 lóðum í Varmahlíð

„Þær lausu lóðir sem við höfum haft til umráða, það hefur verið slegist um þær og það er aukinn áhugi á að byggja í Varmahlíð og við viljum gjarnan mæta þessari eftirspurn með því að fjölga lóðum,“ er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í frétt á Rúv.is um síðustu mánaðamót.
Meira