Skagafjörður

Stebbi Jak með tvenna tónleika á Stór-Þverárfjallssvæðinu

Allt mjakast í rétta átt með sóttvarnatakmarkanir og hver viðburðurinn rekur annan í flóru skemmtanabransans nú um stundir. Skagfirðingar geta valið úr fjölda viðburða eins og Feykir greindi frá fyrr í vikunni og því til viðbótar hafa Ljósheimar boðað komu eðalsöngvarans úr Dimmu, Stebba JAK á morgun föstudag. Stebbi er á ferðalagi um landið og skemmtir fólki með broti af bestu lögum í heimi ásamt léttu gríni.
Meira

Verðbreytingar hjá Íslandspósti á pökkum innanlands og fjölpósti

Breytt verðskrá Póstsins tekur gildi 1. nóvember sem taka til sendinga á fjölpósti og sendinga á pökkum 0-10 kg. Ástæða verðbreytinganna eru ný lög sem kveða á um að gjald fyrir sendingar endurspegli raunkostnað en verði ekki jafnað út þvert yfir landið með stuðningi frá ríkinu eins og fyrri lög kváðu á um. Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að með þessum aðgerðum mun verð á sendingum sumstaðar hækka en annarsstaðar munu þau lækka.
Meira

Nemendafélag FNV með nýtt frumsamið leikrit

Vertu Perfect heitir leikritið sem Nemendafélag FNV setur á svið að þessu sinni og verður þar um heimsfrumsýningu að ræða. Höfundur er hinn geðþekki Akureyringur Pétur Guðjónsson, sem getið hefur sér góðan orðstír á Sauðárkróki fyrir leikstjórn fyrir NFNV og Leikfélag Sauðárkróks. Pétur segist fara óhefðbundna leið að þessu sinni þar sem hann hefur þegar skapað karaktera og skipað í hlutverk en ekki búinn að klára verkið, þó langt komið sé. Svo þegar handrit liggur fyrir muni það taka breytingum.
Meira

Stefán Orri er með slæman verk en vill ekki hitta lækni

Stefán Orri Stefánsson, stundum nefndur Neyðarkallinn, setti sig í samband við ritstjórn nú í morgun og sagði farir sínar ekki sléttar. „Ég skal nú segja þér það vinur minn, að þetta samfélag okkar er hérna bara alveg farið í hundana, alveg hreint bara vinur minn, og þetta heilbrigðiskerfi okkar er alveg komið í þrot, þar stendur ekki steinn yfir steini. Ég lenti í smá óhappi nú í vor og ég fæ bara enga aðstoð, þá var sko farið beint í rassgatið á mér, skal ég segja þér vinur minn, á hérna stöðvunarskyldu hérna í bænum og ég hef bara ekki getað tekið á heilum mér síðan. Allur verkjaður eitthvað og, já, bara ómögulegur. Og svo er bara hlegið að manni í þessu kerfi okkar!“
Meira

Við eigum nýja stjórnarskrá

Eitt ár er í dag síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók við yfir 43 þúsund staðfestum undirskriftum kjósenda þar sem hins sjálfsagða var krafist, að úrslit kosninga yrðu virt og nýja stjórnarskráin lögfest. Við vitum að í lýðræðisríki eru úrslit löglegra kosninga virt. Alltaf og afdráttarlaust. Að brjóta þá grundvallarreglu getur ekki gengið til lengdar. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Alþingi lögfestir nýju stjórnarskrána. Meðan það er ógert hangir skömm yfir stjórnmálum landsins.
Meira

James Bond er dauður - Leiðari Feykis

James Bond hefur hætt virkri þjónustu, segir í kynningu nýjustu myndar um hinn eitursvala njósnara hennar konunglegu hátignar í Bretlandi, 007. Í myndinni, sem nú spannar ellefu korter, er þó friðurinn skammvinnur þegar Felix Leiter, gamall vinur frá CIA, mætir á svæðið og biður um hjálp. Að sjálfsögðu bregst Bond ekki vini sínum og lendir á slóð dularfulls illmennis, vopnuðum hættulegri nýrri tækni, meira að segja líftækni sem ég efast um að verði nokkurn tímann verði að veruleika.
Meira

Vonar að tónlistin leiði hana áfram á vit ævintýranna

Næstkomandi laugardagskvöld, 23. október kl. 20:00, heldur Blankiflúr tónleika í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki. Á bak við Blankiflúr stendur Króksarinn Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gerir raunar út frá höfuðborgarsvæðinu, en hún gaf út plötuna Hypnopompic í vor sem hlaut ágætar viðtökur. Nú, eftir alls kyns tafir vegna Covid-faraldurs, gefst loks kostur á að kynna plötuna með tónleikahaldi. Inga Birna segir að í raun verða tónleikarnir í Gránu fyrstu tónleikar Blankiflúr með fullskipaðri hljómsveit. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir tónlistarkonuna.
Meira

Glatt á hjalla hjá Gránu :: Söngurinn ómar í Háa salnum

Menningarfélag Gránu á Sauðárkróki hefur blásið í herlúðra og stendur fyrir metnaðarfullum atburðum í tónleikaröð vetrarins. Fyrir skömmu kom dúettinn Sycamore Tree fram í Háa salnum í Gránu og á dögunum voru þau Malen Áskelsdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon með tónleika. „Það var mjög vel mætt, notaleg og þægileg stemming. Mjög góð byrjun,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238.
Meira

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra virkjuð

Á dögunum var virkjuð í fyrsta sinn samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, en sveitarfélög umdæmisins eru sjö talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu embættisins.
Meira

Sproti ársins hjá ferðaþjónustunni á Norðurlandi er 1238: Battle of Iceland

1238: Battle of Iceland á Sauðárkróki hlaut viðurkenninguna Sproti ársins á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem fram fór á Á Kaffi Rauðku á Siglufirði en viðurkenningin er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands segir að loksins hafi komið að því að hægt væri að halda uppskeruhátíð að nýju, en engin var haldin árið 2020 vegna heimsfaraldurs.
Meira