Stebbi Jak með tvenna tónleika á Stór-Þverárfjallssvæðinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
21.10.2021
kl. 13.17
Allt mjakast í rétta átt með sóttvarnatakmarkanir og hver viðburðurinn rekur annan í flóru skemmtanabransans nú um stundir. Skagfirðingar geta valið úr fjölda viðburða eins og Feykir greindi frá fyrr í vikunni og því til viðbótar hafa Ljósheimar boðað komu eðalsöngvarans úr Dimmu, Stebba JAK á morgun föstudag. Stebbi er á ferðalagi um landið og skemmtir fólki með broti af bestu lögum í heimi ásamt léttu gríni.
Meira
