Skagafjörður

Sigríður Inga Viggósdóttir ráðin forstöðumaður Árvistar

Ráðinn hefur verið nýr forstöðumaður Árvistar á Sauðárkróki, Sigríður Inga Viggósdóttir og tekur við af Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að Sigríður Inga sé með B.Sc próf í íþróttafræði og hafi víðtæka reynslu af störfum með börnum á grunnskólaaldri.
Meira

Beggja vegna

Ég vil byrja á því að þakka henni Lillu minni fyrir að skora á mig þótt það sé nú ekki auðvelt að feta í hennar fótspor. Eftir að hafa velt fyrir mér hvað ég hefði mögulega að segja benti systir mín mér á að ég gæti skrifað um Drangey en sú perla (eyjan og systirin) er mér mjög kær. Þar að auki finnst mér áhugavert að skoða hvernig mannskepnan tekst á við breytingar og hvernig við lögum okkur að nýjum aðstæðum.
Meira

Leiðtogar Flokks fólksins í öllum kjördæmum kynntir

Í skeyti frá Flokki fólksins segir að með stolti séu leiðtogar hans kynntir í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Inga Sæland alþingismaður, öryrki og formaður Flokks fólksins er oddviti Reykjavíkurkjördæmis suður en Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar er oddviti Norðvesturkjördæmis.
Meira

Bólusetningar á Sauðárkróki á miðvikudaginn

Bólusetningar halda áfram hjá HSN á Sauðárkróki. Bólusett verður á miðvikudaginn og að þessu sinni er bólusett á heilsugæslunni, gengið er inn um innganginn við hlið endurhæfingu.
Meira

Það er bara ekkert að frétta!

Tindastóll og Ægir úr Þorlákshöfn mættust á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir í fallsæti fyrir leikinn en Ægismenn í séns með að komast upp í 2. deild. Heimamenn höfðu tapað síðasta leik 8-0 og frammistaðan í dag var ekki til að hrópa húrra yfir. Það reyndist gestunum allt of auðvelt að næla í stigin þrjú, gerðu tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik og Stólarnir virkuðu aldrei líklegir til að trufla þá verulega í síðari hálfleik. Lokatölur 1-3.
Meira

Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að með breytingunum megi gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Meira

Verður seint kallaður meistarakokkur

Það er körfuboltastjarna Skagafjarðar, Axel Kárason, sem var matgæðingur vikunnar í tbl 10 á þessu ári. En hann er ekki bara lunkinn með boltann hann er einnig dýralæknir á Dýraspítalanum Glæsibæ og situr í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd framsóknarmanna. Hann býr í Vík í Staðarhreppi ásamt kærustunni, Leana Haag, og eru þau undir verndarvæng lénsherrans og landeigandans Ómars á Gili.
Meira

Elskar að fara í rjúpu

Þýskur fjárhundur eða german shepherd, eins og flestir þekkja þá undir, eru mjög fallegir, sterkbyggðir og tignarlegir hundar. Þeir eru oftast svartir/brúnir á litinn en grár/brúnn er einnig þekkt. Þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera mjög ákveðnir, óhræddir, áhugasamir, kjarkaðir, athuglir og hlýðnir þá eru þeir oftast notaðir sem vinnuhundar því þeir eru einnig einstaklega fljótir að læra. Þeir eru mjög húsbóndahollir og elska ekkert meira en að vera með fjölskyldunni sinni þó það sé ekki annað en að fara í smá bíltúr að kaupa sér ís, þeir vilja bara vera með.
Meira

Feðgarnir Karl og Theodór sigursælir á MÍ öldunga

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í öldungaflokki fór fram á Sauðárkróksvelli um síðastliðna helgi, dagana 14. - 15. ágúst. Keppendur Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, voru sigursælir á mótinu og hrepptu 21 íslandsmeistaratitil.
Meira

Sölvi Sveinsson iðinn við söguskrifin - Æviþáttur breyttist í væna bók

Það er skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingnum Sölva Sveinssyni en tvær bækur koma út eftir hann þessa dagana. Sú fyrri, sem þegar er komin út, nefnist Lög unga fólksins og inniheldur átta sögur sem gerast flestar í ótilgreindum kaupstað úti á landi eða í næsta nágrenni hans, en einnig í Reykjavík og austur á Reyðarfirði. Síðari bókin er væntanleg allra næstu daga og gefin út í tilefni 150 ára byggðaafmælis Sauðárkróks og fjallar um ævi og störf Eyþórs Stefánssonar, menningarfrömuðar og heiðursborgara Sauðárkróks. Hann var fæddur árið 1901 og því liðin 120 ár frá fæðingu hans. Sögufélag Skagfirðinga er útgefandi.
Meira