Skagafjörður

Alma Dögg nýr forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks við Skúlabraut

Alma Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á heimili fatlaðs fólk við Skúlabraut á Blönduósi.
Meira

Stefnir í mikinn viðburð í Textílmiðstöðinni á Blönduósi

Síðasta helgin í ágúst, dagana 27. - 29. verður viðburðarík í Textílmiðstöðinni á Blönduósi en þá eru allir velkomnir í opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1. Á staðnum eru geislaskeri, vínyl prentari, útsaumsvél, nálaþæfingarvél og stafrænn vefstóll. Í tilkynningu frá Textílmiðstöðinni segir að smiðjustjóri muni aðstoða við notkun á smiðjunni og verður aðgengi frítt, en greitt fyrir það efni sem notað er.
Meira

Ný framtíðarsýn Háskólans á Hólum

Háskólinn á Hólum hefur nýlega lokið endurskoðun á framtíðarsýn skólans og mótað stefnu fyrir árin 2021-2025. Jafnframt hefur verið farið í umfangsmiklar greiningar á styrkleikum og tækifærum í akademísku starfi skólans í stofnunarúttekt á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla og greint styrkleika og tækifæri í innra skipulagi skólans með aðstoð ráðgjafa á vegum Inventus og Birki ráðgjafar.
Meira

Heimur Jóns og Helgu – Málþing í Kakalaskála

Laugardaginn 28. ágúst verður haldið málþing um Jón Arason, Hólabiskup, en hann var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi fyrir siðaskipti, og Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu hans. Málþingið átti að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna Covid.
Meira

Guðbjörg Halldórsdóttir ráðin leikskólastjóri Ársala

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að Guðbjörg Halldórsdóttir hafi verið ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Guðbjörg er með B.Sc. í sálfræði með leikskólakennarafræði sem aukagrein, en auk þess með góða þekkingu og reynslu af störfum í leikskóla.
Meira

Mótsgjöld Opna Advania renna í styrktarsjóð Hlyns Þórs, golfkennara

Opna Advania golfmótið verður haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki nk. laugardag, 21. ágúst. Fyrirkomulagið er liðakeppni þar sem tveir leikmenn mynda lið og hvor spilar með sinn bolta og gildir betri bolti á hverri holu. Stjórn GSS hefur ákveðið að mótsgjöld muni renni til styrktar Hlyni Þór Haraldssyni og fjölskyldu hans vegna þeirra erfiðu veikinda sem hann glímir við.
Meira

Tindastólsmenn niðurlægðir í Hafnarfirði

Lið Tindastóls hefur dúllað í fallbaráttu 3. deildar í allt sumar, byrjaði mótið illa og þrátt fyrir að hafa á köflum sýnt ágæta leiki þá hefur liðið lekið mörkum á ögurstundu og tapað í leiðinni alltof mörgum stigum. Í gær héldu strákarnir suður í Hafnarfjörð þar sem ÍH tók á móti þeim. Liðin voru með jafnmörg stig fyrir leikinn, voru í tíunda og ellefta sæti deildarinnar, og það mátti því reikna með hörkuleik og hasar. 7-0 í hálfleik fyrir heimamenn var ekki eitthvað sem menn sáu fyrir sér. Lokatölur 8-0 fyrir ÍH og eitt versta tap í sögu Tindastóls döpur staðreynd
Meira

Sameiningarhugleiðingar í Skagafirði - Íbúafundir í næstu viku

Vinna stendur nú yfir hjá Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði að meta kosti, galla og tækifæri sameiningar sveitarfélaganna tveggja en ráðgert er að ákvörðun verði tekin í næsta mánuði um hvort þau hyggist ráðast í formlegar sameiningarviðræður sem lýkur þá með íbúakosningum um tillöguna.
Meira

Dreifing á Feyki vikunnar tefst

Lesendur Feykis þurfa enn á ný að sýna þolinmæði vegna útgáfu Feykis þessa vikuna þar sem dreifing getur ekki hafist fyrr en á morgun. Ástæðan er sú að blaðið er prentað fyrir sunnan og barst ekki norður yfir heiðar fyrir daginn í dag eins og til stóð.
Meira

Tilvera Tindastóls í toppdeild í hættu eftir svekkjandi tap í gær

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gær þegar ÍBV tók á móti Keflavík í Eyjum, Stjarnan tók sig upp og ferðaðist úr Garðabænum og inn í Laugardalinn til Þróttar og Stólastúlkur skruppu yfir Tröllaskagann og öttu kappi við stöllur sínar í Þór/KA á Akureyri. Úrslit voru ekki hagstæð fyrir Tindastól þar sem liðið beið lægri hlut fyrir sprækum Eyfirðingum og Keflavík, sem vermdi botnsætið, náði að leggja Eyjastúlkur og náðu að spyrna sér örlítið af botninum þar sem Stólar dúsa nú.
Meira