Stór tímamót í heimaslátrun örsláturhúsa - „Ég trúi ekki að fólk sjái ekki tækifærin í þessu,“ segir Þröstur í Birkihlíð
feykir.is
Skagafjörður
27.10.2021
kl. 11.29
Síðastliðinn föstudag urðu þau tímamót í Íslandssögunni að slátrun fór fram í svokölluðu örsláturhúsi í fyrsta sinn á Íslandi með leyfi yfirvalda. Það eru hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð í Skagafirði sem í nokkur misseri hafa staðið í ströngu við að ná því í gegn hjá íslensku reglugerðarkerfi að löglegt verði að slátra heima að undangengnum skilyrðum um ásættanlegar aðstæður og búnað til verksins og frágang afurða og úrgangs.
Meira
