Horfnir safngripir í leitirnar eftir 50 ár
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
10.08.2021
kl. 14.29
Fyrir helgi barst Byggðasafni Skagfirðinga (BSK) sérkennilegur pakki í pósti, stílaður á safnið. Pakkinn var sendur frá Þýskalandi en honum fylgdi engin útskýring nema heimilisfang sendanda. Upp úr pakkanum komu þrír munir; rjómakanna úr tini, lítil útskorin smjöraskja og kotrutafla rennd úr hvalbeini. Starfsfólk safnsins skildi hvorki upp né niður í þessari sendingu en rjómakannan kom þeim þá kunnulega fyrir sjónir, hún var talin lík kaffikönnu og sykurkari sem eru í sýningu í Glaumbæ.
Meira