Skagafjörður

Horfnir safngripir í leitirnar eftir 50 ár

Fyrir helgi barst Byggðasafni Skagfirðinga (BSK) sérkennilegur pakki í pósti, stílaður á safnið. Pakkinn var sendur frá Þýskalandi en honum fylgdi engin útskýring nema heimilisfang sendanda. Upp úr pakkanum komu þrír munir; rjómakanna úr tini, lítil útskorin smjöraskja og kotrutafla rennd úr hvalbeini. Starfsfólk safnsins skildi hvorki upp né niður í þessari sendingu en rjómakannan kom þeim þá kunnulega fyrir sjónir, hún var talin lík kaffikönnu og sykurkari sem eru í sýningu í Glaumbæ.
Meira

„Mjög ánægð með að nú sé aðgengi fyrir alla bæði að kirkju og safnaðarheimili“

Feykir setti sig í samband við Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest á Sauðárkróki, og forvitnaðist um smíði hjólastólaramps við safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í máli Sigríðar kom fram að nýi inngangurinn hafi verið tilbúinn um síðustu áramót en þeir sem notast við hann fara á milli kirkju og safnaðarheimilis og inn að vestan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Smiðirnir Ólafur Þorbergsson og Ómar Helgi Svavarsson sáu um verkið.
Meira

Magnús Barðdal nýr verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er greint frá því að Magnús Barðdal hafi verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
Meira

Vilja hættumat fyrir Varmahlíð og hluta Sauðárkróks vegna aurskriðuhættu

Síðastliðið fimmtudagskvöld bauð Svf. Skagafjörður íbúum Varmahlíðar til fundar í Miðgarði vegna aðgerða í kjölfar aurskriða sem féllu á hús við Laugarveg seint í júní, þar sem betur fór en á horfðist. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra, var ágætlega mætt á fundinn en þar miðluðu fulltrúar sveitarfélagsins upplýsingum til íbúa um þær framkvæmdir sem þegar er búið að ráðast í vegna skriðanna og hvaða hugmyndir eru uppi á þessu stigi um frekari framkvæmdir.
Meira

Sölvi Sveinsson sendir frá sér bókina Lög unga fólksins

Út er komin bókin Lög unga fólksins eftir Skagfirðinginn Sölva Sveinsson. Eins og fram kemur á bókarkápu er Sölvi lesendum að góðu kunnur fyrir margvísleg ritverk sín, ekki síst um íslenskt mál en í þessari bók kveður við annan tón „þar sem hin skáldlega æð fær útrás í hnyttnum smásögum sem þó snerta einnig á alvörumálum“.
Meira

Systir Gitzy með gull í Tokyo

Ekki náðu Íslendingar í verðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo og voru ekki nálægt því að þessu sinni. Margir hafa notið þess að fylgjast með fjölbreyttum greinum sem keppt hefur verið í og öllu því ljúfsára drama og þeirri botnlausu gleði sem fylgir þessum stórkostlegu leikum. Með góðum vilja getur Tindastólsfólk samglaðst stúlku frá Dyflinni, Kellie Harrington og fjölskyldu hennar, en Kellie gerði sér lítið fyrir í nótt og nældi í gull í boxi fyrir Íra.
Meira

Ýmis laus störf á Norðurlandi vestra

Laus eru til umsóknar fjölbreytt og spennandi störf á Norðurlandi vestra. SSNV hefur tekið saman þau störf sem í boði eru og hér í fréttinni finna hlekki á auglýsingar um hin ýmsu störf í landshlutanum.
Meira

„Okkar framtíð er í okkar höndum“

Feykir hafði samband við Óskar Smára Haraldsson, annan þjálfara Stólastúlkna, eftir tapleik gegn meistaraliði Breiðabliks í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Óskar Smári var sáttur við framlagið hjá liðinu. „ Það er ekki annað hægt [fyrir okkur þjálfarana] en að vera ánægðir með stelpurnar. Þær lögðu sig allar sem ein fram, hlupu eins og engin væri morgundagurinn og höfðu trú á verkefninu.“
Meira

Meistarar Blika of stór biti fyrir banhungraðar Stólastúlkur

Íslandsmeistararnir úr Kópavogi, lið Breiðabliks, kom í heimsókn á Krókinn í gær til að skoða sólina og spila við lið Tindastóls í Pepsi Max deildinni góðu. Stólastúlkur hefur sjálfsagt dreymt um að leggja meistarana í gras en þrátt fyrir draumabyrjun Tindastóls þá reyndust Blikar búa yfir of miklum gæðum og nýttu sér nokkur mistök heimaliðsins til að sigla heim 1-3 sigri.
Meira

Bólusetningar hjá HSN í næstu viku

Í næstu viku verður þeim sem fengu Janssen bóluefni boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni. Ekki er mælt með að þeir sem eru með sögu um Covid -19 fái örvunarskammt í bili.
Meira