Skagafjörður

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur

Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fór þann 25. júli, var listi flokksins fyrir komandi kosningar samþykktur.
Meira

Króksarinn Blankiflúr með plötu vikunnar á Rás2

Plata vikunnar á Rás2 að þessu sinni er Hypnopompic með listakonunni Blankiflúr en það er að sjálfsögðu hin ofurmagnaða Inga Birna Friðjónsdóttir sem stendur á bak við Blankiflúr. Platan, sem er hennar fyrsta, hefur vakið verðskuldaða athygli en Inga segir tónlistina vera tilraunakennt rafpopp. Engu að síður er engan byrjendabrag að finna og tónlistin metnaðarfull og heilsteypt.
Meira

Rok, rigning og núll stig í Eyjum

Stelpurnar okkar í Tindastóli skelltu sér til Vestmannaeyja í gær til að spila gegn ÍBV í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Stólastelpur höfðu í leiknum á undan unnið frækinn sigur á liði Fylkis og með þeim sigri komst liðið upp úr fallsæti. Þær náðu ekki alveg að fylgja sigrinum frá seinasta leik eftir og töpuðu 2-1 gegn sterku liði ÍBV á erfiðum útivelli.
Meira

Að fá að vinna með gullborgurum við hannyrðir er eins og að vinna í lottói

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í þættinum að þessu sinni. Sigríður er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Blönduóss 1980 ásamt eigimanni og tveimur sonum. Í dag eru synirnir orðnir fjórir og barnabörnin níu, búsett í Reykjavík, Noregi og Barcelona. Handavinna hefur alltaf verið stór þáttur í lífi Sigríðar sem segist hafa hlotið mjög góða og fjölbreytta kennslu í barnaskóla. Sigríður hefur séð um félags og tómastundarstarfið í á Blönduósi í 22 ár. „Ég tel mig hafa unnið í lottói að fá að vinna með gullborgurum á staðnum við þaðsem ég elska að gera, hannyrðir,”segir Sigríður.
Meira

Zetorinn hans Sigmars í Lindabæ

Það þekkja eflaust margir til hans Sigmars Jóhannssonar í Lindabæ í Skagafirði en hann hefur haft mikinn áhuga á dráttarvélum og búminjum um langa tíð og var hans fyrsta vél Farmal Cub dráttarvél sem fylgdi bæði sláttuvél og plógur.
Meira

Skýrsla um smávirkjanakosti á Norðurlandi

Út er komin skýrslan Norðurland, kortlagning smávirkjanakosta, sem unnin er af Verkfræðistofunni Vatnaskilum fyrir Orkustofnun. Eru þar skoðaðir hugsanlegir virkjanakostir í sveitarfélögunum á Norðurlandi. Í inngangi skýrslunar kemur fram að nú hafi verið kortlagðir hafi verið 532 smávirkjanakostir á Norðurlandi en ekki tiltekið hversu margir þeirra eru á Norðurlandi vestra.
Meira

Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.
Meira

Hundadagar :: Leiðari Feykis

Hundadagar hófust í síðustu viku, þann 13. júlí, og standa til 23. ágúst nk. eða í sex vikur sléttar og marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli jarðar. Margir telja nafnið tilkomið vegna Jörundar hundadagakonungs en það er reginmisskilningur. Hið rétta er að nafnið er komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja sem settu sumarhitana í samband við stjörnuna Síríus, sem Íslendingar kölluðu hundastjörnuna og mun vera bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Stóri-hundur sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum.
Meira

Gestrisnin í fyrirrúmi hjá Tindastólsmönnum

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls er nú í bullandi fallbaráttu og það var því skarð fyrir skildi að nokkra sterka leikmenn vantaði í hópinn í dag. Heimamenn grófu sér sína eigin gröf með því að gefa þrjú mörk á sjö mínútna kafla í upphafi leiks og þrátt fyrir að spila á löngum köflum ágætan fótbolta voru Tindastólsmenn aldrei líklegir til að krafsa sig upp. Lokatölur 1–4 fyrir Garðbæinga.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

Ég er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð og flutti til Skagastrandar um vorið 1994 ásamt manni mínum, Guðmundi Finnbogasyni, og þremur börnum. Ég starfa við félagsstarfið á Skagaströnd og sinni gæslu við sundkennslu þegar hún er í gangi. Ég er mikið fyrir hannyrðir og prjóna mikið á barnabörnin, þau eru orðin sex að tölu. Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira