Skagafjörður

Kærkominn sigur Tindastóls kom í Kópavoginum

Augnablik tók á móti liði Tindastóls á Kópavogsvelli í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og útileikur gegn einu af liðunum sem er að berjast um að komast upp í 2. deild því kannski ekki óskastaðan fyrir Hauka þjálfara og lærisveina hans. En strákarnir komu sperrtir til leiks og sýndu að þeim er ekki alls varnað. Lokatölur 2-4 og þrjú dýrmæt stig fleyttu liðinu upp úr fallsæti.
Meira

Smitum fjölgar í Skagafirði – Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir á landamærum

Í fyrradag gaf aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra út nýja stöðutöflu yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví vegna Covid á svæðinu. Enn fjölgar smituðum en staðan hefur þó batnað í Húnavatnssýslum þar sem smitaðir teljast nú tveir en fjölgað hefur nokkuð í Skagafirði þar sem 14 eru smitaðir.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld

Það er ósennilegt að einhverjir hafi átt von á því fyrir örfáum misserum að meistaraflokkslið Tindastóls í knattspyrnu tæki á móti verandi Íslandsmeisturum í leik í deildarkeppni. En það er þannig dagur í dag því í kvöld kemur léttleikandi lið Íslandsmeistara Blika úr Kópavoginum á Krókinn þar sem baráttuglaðar Stólastúlkur bíða spenntar eftir þeim. „Íslandsmeistararnir á Sauðárkróksvelli var einn af þessum leikjum sem maður horfði strax til þegar leikjaplanið var gefið út í vor,“ sagði Guðni Þór, annar þjálfara Stólastúlkna, við Feyki nú skömmu fyrir hádegi. „Við höfum mætt þeim tvisvar í sumar og gefið hörkuleik í bæði skiptin og ég á von á því að það sama verði uppi á teningnum í kvöld, mikil barátta og ekkert gefið eftir.“
Meira

Atvinna: félagsráðgjafi í barnavernd

Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Meira

Kvennasveit GSS heldur sæti sínu í 1. deild

Kvennasveit GSS lenti í 6. sæti í 1. deild á íslandsmóti Golfklúbba sem fram fór dagana 22.-24. júlí sl. Úrslitin þýða að liðið leikur áfram í 1. deild.
Meira

Karlasveit GSS leikur í 3.deild á næsta ári

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi karlasveit sína til keppni á Íslandsmóti golfklúbba í 2.deild dagana 26-28 júlí 2021. Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum glæsilega golfvelli GKB á Kiðjabergi. Óhætt er að segja að þessi völlur sé með þeim flottari á landinu og mörg teigstæðin glæsileg sem liggja meðfram Hvítá og brautirnar eftir því glæsilegar. Golfvöllurinn var í frábæru standi.
Meira

Námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í september

Dagana 10.-12. september nk. fer fram námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Akrahrepp. Námskeiðið mun fara fram í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem verða í september. Kennari á námskeiðinu verður sem fyrr, Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf.
Meira

Hljóðfærið mitt - Skarphéðinn H. Einarsson

Skarphéðinn H. Einarsson á Blönduósi ætlar að segja okkur frá uppáhalds hljóðfærinu sínu í Hljóðfærið mitt að þessu sinni. Skarphéðinn hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífi Austur-Húnvetninga í mörg ár, starfaði lengi sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er í dag kórstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðar.
Meira

MÍ öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki dagana 14.-15. ágúst. Það verður því gaman að sjá gamla og efnilega hlaupara og stökkvara alls staðar af landinu, etja kappi á Króknum.
Meira

Verum stór

Ég tel að svona fjölmenn mót og fyrirferðarmikil séu gífurlega mikilvæg fyrir minni samfélög eins og okkar. Ég segi minni samfélög, en auðvitað meina ég það ekkert. Við eigum ekki að horfa á okkur sem lítil, við erum stór, alla vega ekki minni en aðrir. Norðurland vestra hefur alla burði til að halda mót og viðburði af sömu stærðargráðu og önnur byggðarlög, og með sama standard, takk.
Meira