Kærkominn sigur Tindastóls kom í Kópavoginum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.08.2021
kl. 13.58
Augnablik tók á móti liði Tindastóls á Kópavogsvelli í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og útileikur gegn einu af liðunum sem er að berjast um að komast upp í 2. deild því kannski ekki óskastaðan fyrir Hauka þjálfara og lærisveina hans. En strákarnir komu sperrtir til leiks og sýndu að þeim er ekki alls varnað. Lokatölur 2-4 og þrjú dýrmæt stig fleyttu liðinu upp úr fallsæti.
Meira