Skagafjörður

Kaldavatnslaust á Hofsósi

Vegna bilunar þarf að loka fyrir kaldavatnið á Hofsósi um einhvern tíma í dag. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Litaspjald sögunnar - rit um litaval húsa

Upplýsingaritið Litaspjald sögunnar geymir upplýsingar um litasamsetningu húsa. Í ritinu má finna fróðleik og ljósmyndir af húsum sem talin eru skarta einstaklega fallegu og smekklegu litavali. Húsin eru allt frá átjándu öld og fram á hina tuttugustu og eru staðsett víðsvegar um land.
Meira

Laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir spennandi störf til umsókna. Um spennandi og fjölbreytt störf er að ræða.
Meira

Árbæingar rændu Stólana á köldu sumarkvöldi á Króknum

Tindastólsmenn tóku á móti liði Elliða úr Árbænum á gamla góða grasvellinum á Króknum í kvöld en um var að ræða fyrsta leikinn í 14. umferð 3. deildar. Lið Tindastóls er í fallsæti og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur. Heimamenn höfðu talsverða yfirburði í leiknum, voru mun betra liðið og Árbæingar nánast úti á þekju í sóknarleik sínum í allt kvöld. Þeir fengu hins vegar eitt dauðafæri í leiknum og skoruðu úr því á meðan Stólarnir gátu með engu móti komið boltanum í markið. Úrslitin því ógnarsvekkjandi 0-1 tap og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að finna sinn Lukku-Láka ekki síðar en strax.
Meira

Ellefu í einangrun og 47 í sóttkví á Norðurlandi vestra

Enn bíðum við góðra frétta af Covid-faraldrinum en eftir að fjöldi smita rauk upp nú um miðjan júlí hafa dagleg smit verið í kringum 100 síðustu daga. Í gær greindust 122 smitaðir og staðan á landinu í dag er þannig að 852 eru í einangrun, 2243 í sóttkví og 951 í skimunarsóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi. Nú seinni partinn birtist loks tafla frá Almannavörnum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem farið er yfir dreifingu þeirra sem eru ýmist í einangrun eða sóttkví á svæðinu.
Meira

Unglingalandsmóti og Landsmóti 50+ frestað

Það þykir ekki skemmtilegt að fresta góðum viðburðum eða greina frá því, en svona er nú staðan í dag og ættum við að vera orðin nokkuð sjóuð í því að taka hlutunum með stóískri ró. Þau tvö landsmót sem áttu að vera haldin á vegum UMFÍ í sumar, unglinga og 50+, hafa nú verið frestað.
Meira

Þegar allt annað þrýtur

Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er fædd og uppalin Lýtingsstaðahreppi Skagafriði gekk í skóla á Steinsstöðum en fluttist svo austur á Hérað og bjó þar til árið 2014 er við fjölskyldan flytjum á Blönduós þar sem við búum núna.
Meira

Bólusetningar hjá barnshafandi konum á Norðurlandi

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni í þessari eða næstu viku. Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið.
Meira

Hljóðfærið mitt - Rögnvaldur Valbergsson

Hefur hljómað á plötum með Trúbrot, Pelican og Paradí
Meira

Króksmóti Tindastóls 2021 frestað

"Mótsstjórn hefur rætt ýmsar hugmyndir um útfærslur og tilfærslur en ljóst er að þátttakendur mótsins eru ungir og óvarðir gegn þeim faraldri sem við stöndum frammi fyrir og velverð barnanna í fyrirrúmi í okkar ákvörðun."
Meira