Skagafjörður

Íbúafundur í Varmahlíð á fimmtudaginn

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júlí sl. að boða til íbúafundar í Varmahlíð fimmtudaginn 5. ágúst vegna aurskriðunnar sem féll þann 29. júní sl.
Meira

Öðru ári Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki lokið

Öðru ári í Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki er nú lokið. Kennt var vikuna 7-11. júní. Nemendur sem sóttu skólann voru 13 og hafa lokið 8. bekk grunnskóla. Verkefnið var unnið í samstarfi vinnuskóla Sauðárkróks, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og eða tengdum greinum.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Á Króknum 1971 :: Í lok árs

Húsfyllir var er Ágúst Guðmundsson kynnti nýútkomna bók sína Á Króknum 1971 í útgáfuteiti sem haldið var á KK restaurant á Sauðárkróki fyrir skömmu. Bókin er gefin út í tilefni 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks, sem er á þessu ári, en 1971 voru árin 100. Bókin skiptist í 18 kafla og er dregin upp skemmtileg mynd af mannlífi á Króknum 1971 en á bókarkápu segir að óhætt megi segja að afmælisárið 1971 hafi verið sérlega merkilegt og viðburðaríkt í sögu bæjarins.
Meira

Hin árlega Ábæjarmessa í dag

Hinn árlega Ábæjarmessa fer fram í dag, sunnudaginn 1. ágúst, í Ábæjarkirkju í Austurdal, klukkan 14:00.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

"Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Vaglar í Blönduhlíð :: Torskilin bæjarnöfn

Þannig mun nafnið rjett ritað (ekki Vaglir). Því að í Ljósvetningasögu segir: „Arnórr ríðr á Vagla“ (Ljósvetningasaga, bls. 5). Og Prestssaga Guðmundar góða segir svo frá: „Þá fór Ingimundur fóstri hans á Vagla at búa“ (Sturl. I., bls. 171). Á báðum stöðum er orðið (kk.) í þolfalli, og tekur af öll tvímæli um, að nefnif. hefir verið Vaglar. Þolf. Vagli finst fyrst við árið 1452, en í öðru brjefi sama ár, er það ritað Vagla (Dipl. Ísl. V. b., bls. 89 og 91 og víðar).
Meira

Ævintýraleg loðnuvertíð á hafísárunum :: Ingi Sighvats rifjar upp mokveiði í Sauðárkrókshöfn

Loðnuveiðar hafa löngum verið stundaðar við Íslandsstrendur enda um einn helsta nytjafisk Íslendinga að ræða, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar, en með hlýnun sjávar á undanförnum árum hefur orðið breyting á dreifingu hennar. Loðna er ein af fimm uppsjávarfiskistofnum sem veiddir eru af íslenskum fiskiskipum og á WikiPedia segir að loðna sé brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu, en sé einnig notuð til manneldis, m.a. séu loðnuhrogn eftirsótt matvara í Japan.
Meira

Íbúafundir í lok ágúst vegna sameiningar Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar

Stefnt er að því að halda að halda íbúafundi í Svf. Skagafirði og Akrahreppi í lok ágúst vegna mögulegrar sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Meira

Mangó sett í aðhald

Deguar eru lítil loðin nagdýr, ljósbrún að lit og með gula flekki. Þeir geta orðið 25-31 sm og um 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um sex til átta ár en geta verið allt að 13 ár. Þessir litlu loðboltar eru mikil félagsdýr og eru mjög virk á daginn og hafa góða sjón. Þeir eru gjarnir á að naga plast og verða því að vera í málmbúrum. Þeir gefa frá sér um 15 sérstök hljóð sem þeir tjá sig með.
Meira