Skagafjörður

Sauðá opnar í dag

Klukkan 18:00 í dag verða dyrnar í Sauðá opnaðar fyrir almenningi í fyrsta sinn. Um er ræða nýjan veitingastað í minni Sauðárgils sem Feykir fjallaði nánar um fyrr í vikunni.
Meira

Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann. Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.
Meira

Stefnt að úthlutun lóða í Varmahlíð með haustinu

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Varmahlíð og margir hafa sótt um þær lóðir sem auglýstar hafa verið nýverið. Í ljósi þess áhuga hefur verið ákveðið að hraða deiluskipulagi og hönnun lóðar eins og hægt er. Stefnt er að því að úthluta nýjum lóðum með haustinu.
Meira

Verðlaunavagn Silla kokks staddur á Sauðárkróki - Allt íslenskt

Undanfarin tvö sumur hefur veitingavagn undir heitinu Silli kokkur verið staðsettur fyrir utan bílaverkstæði Gylfa Ingimarssonar á Sauðárkróki. Um verðlaunavagn er að ræða því Silli Kokkur hefur verið valinn Götubiti ársins tvö ár í röð, í fyrra og nú í ár. Á bakvið vagninn stendur Sigvaldi Jóhannesson (Silli kokkur sjálfur) og kona hans Elsa Blöndal Sigfúsdóttir en hún er einmitt hreinræktaður Skagfirðingur, dóttir Vigdísar Blöndal Gunnarsdóttur og Sigfúsar Sigfússonar.
Meira

Stólastúlkur úr fallsæti eftir seiglusigur á Árbæingum

Tindastóll og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna á Króknum í gær. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og úr varð sæmilegasti naglbítur en eftir að Stólastúlkur náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik minnkuðu Fylkisstúlkur muninn í síðari hálfleik og sóttu hart að marki Tindastóls á lokakaflanum. Gestirnir náðu þó ekki að jafna og lið Tindastóls fagnaði dýrmætum sigri og lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. Lokatölu 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Ástrós Elísdóttir ráðin til SSNV

SSNV hefur ráið Ástrós Elísdóttur til sín sem verkefnisstjóra sóknaráætlunar landshlutans og atvinnuráðgjafa. Greint er frá ráðningunni á heimasíðu SSNV. Ástrós er með MA próf í ritlist frá Háskóla Íslands, BA próf í leikhúsfræður frá Listadeild Háskólans í Bologna, viðbótardiplomanámi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og leiðsögumannanámi frá Leiðsöguskóla Íslands.
Meira

Nýir og endurnýjaðir samningar hjá meistaraflokki kvenna í körfu

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við nýja og efnilega leikmenn, sem og endurnýjað samninga í meistaraflokki kvenna.
Meira

Sauðá opnar á fimmtudaginn

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem keyrir upp sjúkrahúsbrekkuna á Króknum að framkvæmdir hafa átt sér stað í og við gömlu hlöðuna sem stendur við rætur Sauðárgils og Litla-Skóg. Það eru þau Magnús Freyr Gíslason, arkitekt, Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kennari og Róbert Óttarsson, bakari sem standa á bakvið framkvæmdirnar, en þar er að búið að koma upp veitingastað sem mun opna núna á fimmtudaginn 22. júlí næstkomandi.
Meira

Anna Karen í þriðja sæti í unglingamótaröð GSÍ

Frábært veður var báða dagana sem unglingamótaröð GSÍ fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 17. – 18. júlí sl. Mikill vindur var þó fyrstu 13 holurnar seinni daginn, sem gerði keppnina mjög krefjandi og einnig var hitinn mikill á meðan keppni stóð, á milli 23-24 gráður. Anna Karen Hjartardóttir í Golfklúbbi Skagafjarðar stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á 163 höggum.
Meira

Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Birgir Jónasson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem skipar hann í embættið.
Meira