Skagafjörður

Tombóla til styrktar Barnaspítala Hringsins í Skaffó

Blaðamaður Feykis datt nú heldur betur í lukkupottinn þegar hann þurfti að hverfa frá vinnu til þess að kaupa frumbók fyrir móður sína. Leiðin lá í Skagfirðingabúð þar hann rakst á tombólu og stóðst ekki mátið. Dreginn var miði númer fimm sem vísaði á forláta kaffikvörn sem undirritaður var heldur betur ánægður með.
Meira

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í torfvegg

Það fór betur en á horfðist föstudaginn 16. júlí sl. þegar eldur kom upp í torfvegg umhverfis safnasvæðið í Glaumbæ. Að öllum líkindum hafði verið slökkt í sígarettu í veggnum og urðu starfsmenn safnsins varir við eldsupptökin og náðu að komast fyrir frekari skemmdir með því að stinga úr veggnum þann part sem glóð var í.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Lið Tindastóls flörtar við fjörðu deildina

Síðastliðinn laugardag skunduðu liðsmenn Tindastóls austur á Hérað þar sem þeir hittu fyrir topplið Hattar/Hugins í 12. umferð 3. deildar á Villa Park. Ekki þurftu Stólarnir að óttast það að vera stöðvaðir vegna öxulþunga fararskjótans því aðeins 14 kappar héldu austur að meðtöldum þjálfara en aðstoðarþjálfarar liðsins voru báðir í hóp. Mörk frá heimamönnum í sitt hvorum hálfleik dugðu til 2-0 sigurs og tryggði stöðu þeirra á toppi deildarinnar en tapið sendi Tindastólsmenn í fallsæti.
Meira

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitir verðlaun fyrir árið 2020

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) gat ekki haldið uppskeruhátíð með hefðbundnum hætti árið 2020 fyrir félagsmenn sína, þar sem verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins. Alltaf stóð til að halda uppskeruhátíðina þó komið væri fram á árið 2021 en vegna Covid og samkomutakmarkana, varð það úr að stjórn HSS fór á dögunum og keyrði um Skagafjörð til að koma verðlaunagripunum á sína staði.
Meira

Skoðar upplifun og líðan íbúa Skagafjarðar eftir desemberóveðrið 2019

Sem hluta af lokaverkefni Soffíu Helgu Valsdóttur í landfræði við Háskóla Íslands biðlar hún til Skagfirðinga að taka þátt í könnun um hvaða áhrif óveðrið í desember árið 2019 hafi haft á íbúa fjarðarins. Til að fá marktæka niðurstöðu þarf hún að ná til sem flestra íbúa héraðsins.
Meira

Er enska ofnotuð í íslenskri ferðaþjónustu?

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að undafarin ár hafa erlendum ferðamönnum fjölgað talsvert (ef við horfum framhjá Covid-tímum) og þar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu. Til að sinna þessum fjölda ferðamanna þarf vinnuafl og þegar illa hefur gengið að ráða íslenska starfsmenn hefur verið leitað út fyrir landsteinanna að starfsfólki.
Meira

Fólk spennt fyrir bókinni Á Króknum 1971 - Myndband

Húsfyllir var í gær er Ágúst Guðmundsson kynnti nýútkomna bók sína Á Króknum 1971 í útgáfuteiti sem haldið var á KK restaurant á Sauðárkróki. Bókin er gefin út í tilefni 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks, sem er á þessu ári, en 1971 voru árin 100. Feykir mætti á staðinn og myndaði stemninguna.
Meira

Fjöldi viðburða á Skúnaskralli – barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Dagana 14.-24. október verður haldin barnamenningarhátíðin Skúnaskrall á Norðurlandi vestra. Hátíðin er áhersluverkefni sóknaráætlunar landshlutans en hún fékk jafnframt veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og nýtur stuðnings sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu skapaða af börnum. Verður þetta í fyrsta skiptið sem hátíð af þessum toga verður haldin á Norðurlandi vestra. Verkefnisstjórar eru Auður Þórhallsdóttir, Ástrós Elísdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira