Drama í lokaumferðinni þegar Stólarnir féllu í 4. deild
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.09.2021
kl. 21.35
Það fór eins og margan grunaði að það varð hlutskipti Tindastóls að falla niður í 4. deild eftir frekar afleitt og lukkulaust sumar í boltanum. Enn var þó möguleiki á því að liðið héldi sér uppi þegar flautað var til leiks í Eyjum í dag og nöturleg staðreynd að sigur hefði dugað liðinu til að halda sér uppi þar sem Vopnfirðingar kræktu aðeins í eitt stig á heimavelli gegn Víðismönnum. Lokatölur í leiknum gegn KFS í Eyjum voru hins vegar 4-3 fyrir heimamenn og versta martröð Tindastólsmanna því orðin að veruleika.
Meira
