Skagafjörður

Myndband af verminjum á Höfnum

Minjastofnun greinir frá því að í byrjun júlí fóru starfsmenn stofnunarinnar á staðinn til að kanna þær minjar sem eru að rofna í sjó. Á Youtube-síðu Minjastofnunar hefur verið birt myndband þar sem sýnt er frá vettvangnum og Guðmundur St. Sigurðarson, minjavörður Norðulands vestra og verkefnastjóri strandminja, segir frá minjastaðnum og þeirri landbrotshættu sem vofir yfir strandminjum við landið allt.
Meira

Orri og Veigar í lokahóp fyrir Norðurlandamót U-16

Tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn, Svavarssynir, hafa verið valdir í 12 manna lokahóp U-16 landsliðs drengja fyrir Norðurlandamótið sem mun fara fram í Kisakallio í Finnlandi dagana 1.-5. ágúst. Þar mun Ísland leika gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum.
Meira

Snúruflækjur kerfisins

Við skiptum landinu upp í níu löggæsluumdæmi. Til að halda skipulagi. Héraðsdómstólarnir eru reyndar átta. Ekki níu, eins og umdæmi lögreglunnar, heldur átta eins og landshlutar sveitarstjórnarstigsins. Sem tengjast þeim ekki neitt.
Meira

Næmi fyrir riðu rannsakað í arfgerðum geita

Nú nýlega fengu Landsbúnaðarháskóli Ísands (Lbhí) og Geitfjárræktarfélag Íslands styrk frá erfðanefnd lanbúndaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er því að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu geitastofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu.
Meira

Leitað að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar

Markaðsstofa Norðurlands leitar að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar sem ætlað er að vinna í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Norðurlandi öllu að þróun og uppbyggingu áfangastaða. Tekið er fram að starfsstöð verði á Norðurlandi vestra í húsnæði SSNV á Hvammstanga.
Meira

Reykjastrandarvegur boðin út

Fyrirhugað að breikka Reykjastrandarveg og leggja á hann bundið slitlag eins og Feykir hefur áður greint frá. Nú hefur vegagerðin óskað eftir í tilboðum í endurbyggingu vegarins á 5,5 km kafla, frá Þverárfjallsvegi að Fagranesá.
Meira

Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar

Vegagerðin hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Borgartúni 5-7 í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemi Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en Vegagerðin var áður á þremur stöðum, í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði.
Meira

Hundadagar hefjast í dag

Hundadagar byrja í dag en þeir marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í Almanaki Háskólans, eða sex vikur. Á WikiPedia segir að nafnið muni komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja. Samkvæmt gamalli veðurtrú má búast við afar góðu sumri en veður þessa dags ræður miklu um tíðarfarið fram að lokum ágústmánaðar.
Meira

Losun rotþróa í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum. Svæðið sem losunin nær til er frá Svartárdal, Austur- og Vesturdal að Sauðárkróki. Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja aðgengi losunarbíls að rotþróm og að þær séu auðfinnanlegar og opnanlegar.
Meira

Systkinabarátta á meistaramóti GSS

Meistaramóti Golfklúbbs Skagafjarðarlauk sl. laugardag með sigri Arnars Geirs og Önnu Karen Hjartarbörnum en leikið var frá miðvikudegi í nokkrum flokkum. Arnar og Anna eru ekki óvön að taka á móti bikurunum og meistaranafnbótinni því þau voru ríkjandi meistarar. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, tóku um 40 manns þátt í blíðu veðri sem var skemmtileg tilbreyting frá fyrri mótum.
Meira