Skagafjörður

Nautakjöt frá Hofsstaðaseli í verslunum Hagkaupa á ný

Mbl greinir frá því að dag að allt hefði farið á hliðina þegar kjötið kom í verslanir sl. sumar og leikurinn verði því endurtekinn í ár og boðið verður upp á úrvals nautakjöt frá Bessa í Hofsstaðaseli í verslunum Hagkaupa.
Meira

Útgáfuhóf í dag vegna útkomu Á Króknum 1971

Líkt og Feykir sagði frá í síðustu viku hefur Ágúst Guðmundsson, sögugrúskari, skrifað og gefið út bók er nefnist Á Króknum 1971 í tilefni af 150 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki. Bókin er þegar farin í sölu og hefur margur maðurinn þegar krækt sér í eintak – jafnvel eintök – af bókinni. Útgáfuhóf verður haldið á KK restaurant, Aðalgötu 16 (gengið inn að sunnan), kl. 16 í dag og er áhugasömum boðið upp á kaffi og kleinur. Bókin verður kynnt og lesnir valdir kaflar.
Meira

Skagafjörður – góður staður til að horfa á tennis og fótbolta

Einhverjum er sennilega enn í fersku minni heimsókn HMS Northumberland sem kastaði ankerum norður af Lundey í Skagafirði um síðustu helgi. Feykir sagði frá heimsókninni á laugardag og var líkum leitt að því í gamni að Bretarnir væru sennilega komnir til að skoða lunda eða horfa á fótboltaleik Tindastóls og KFS í 3. deildinni í rjómablíðunni. Samkvæmt frétt um frétt Feykis á heimasíðu breska sjóhersins var seinni tilgátan ekki fjarri sannleikanum.
Meira

Kanna hagkvæmni þess að eiga sorpmóttökustöð

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. á Sauðárkróki um möguleg kaup sveitarfélagsins á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12. Er það liður í hagkvæmnikönnun vegna fyrirhugaðs útboðs sorphreinsunar í Skagafirði.
Meira

Ungir körfuboltaleikmenn skrifa undir samning

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastól heldur áfram að endurnýja samninga og gera nýja. Nú var verið að undirrita samninga við þá Örvar Freyr Harðarson og Eyþór Lár Bárðason, sem og tvíburana Orri Má og Veigar Örn Svavarssyni.
Meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið verkefnisins er að auka kolefnisbindingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Meira

Mark Watson dagurinn í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson sunnudaginn 18. júlí stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundakynsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins". Af því tilefni ætla íslenskir fjárhundar að heimsækja safnið. Hundarnir eru ljúfir og spakir og óhætt er að klappa þeim með leyfi eigenda.
Meira

„Pabba að kenna hversu gamaldags minn tónlistarsmekkur er“ / RANNVEIG STEFÁNS

Það virðast nánast allir í dag geta stigið á stokk og sungið, dansað og leikið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Árshátíðir grunnskóla og skemmtanir framhaldsskóla snúast mikið um að setja upp ákaflega metnaðarfullar sýningar og oftar en ekki komast færri á svið en vilja – eitthvað annað en á síðustu öld þegar það þurfti nánast að draga flest ungmenni upp á svið, skjálfandi af sviðsskrekk. Að þessu sinni er það hún Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem svarar Tón-lystinni og hún er ein af þeim sem getur þetta allt og þrátt fyrir ungan aldur má segja að hún sé orðin reynslubolti.
Meira

Laura og Nadín styrkja lið Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo leikmenn um að spila með Stólastúlkum út tímabilið. Um er að ræða Nadejda Colesnicenco, 25 ára landsliðskonu Moldóva, og Laura Rus en sú síðarnefnda er landsliðsmaður Rúmeníu, 33 ára og hefur verið aðalframherji Rúmena í áratug að sögn Óskars Smára Haraldssonar í þjálfarateymi Tindastóls. Hann segir að þær séu væntanlegar til landsins á morgun, báðar bólusettar, komnar með leikheimild og ættu að mæta á sína fyrstu æfingu á föstudaginn.
Meira

Fundur í Varmahlíð að ósk íbúa vegna aurskriðu

Íbúar í Varmahlíð, sem búa í námunda við aurskriðuna sem féll þann 29. júní sl., sendu sveitastjórn Svf. Skagafjarðar bréf dagsett 8. júlí 2021. Erindi bréfsins varðar íbúafund sem haldinn var í Varmahlíð þann 7. júlí sl. og óskað er eftir því að sveitastjórnin komi til fundar við íbúana á ný og veiti þeim upplýsingar um stöðuna eigi síðar en 14 dögum frá dagsetningu bréfsins.
Meira