Skagafjörður

Golf er stórskemmtileg íþrótt fyrir alla -::- Atli Freyr Rafnsson íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar

Feykir hefur áður sagt fá því að Atli Freyr Rafnsson hafi verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar og mun annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Hann mun einnig skipuleggja komur gestaþjálfara og starfa með þeim við þjálfun, ásamt því að starfa náið með barna- og unglingadeild GSS. Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Atli starfað við þjálfun og fleira hjá GSS undanfarin ár. Atli varð við bón Feykis að svara nokkrum spurningum varðandi starfið og golfáhugann.
Meira

Maddie Sutton til liðs við Tindastól

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Maddie Sutton um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Maddie er 23 ára framherji og 182cm á hæð, lék með Tusculum Pioneers og vann nú í vetur með liðinu back to back SAC meistaratitilinn. Hún var valin kvenn-íþróttamaður ársins 2021 í Tusculum University og valin í lið ársins fyrir 2020-21 D2CCA All-American.
Meira

Margrét Rún hélt hreinu í 1-0 sigri á Dönum

U16 ára landslið kvenna mætti Danmörku 2 á opna Norðulandamótinu í Aabenraa sem hófst klukkan 12:30 í dag. Margrét Rún Stefánsdóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum og lék allan leikinn. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Íslandi og hélt Margrét því markinu hreinu. Áður hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Svíþjóð í mótinu en Margrét sat á bekknum í þeim leik.
Meira

Sumardagur og allir í fíling

Í dag, 09.07.21, er mikið blíðviðri á Sauðárkróki og ábyggilega víðar. Í Grænuklauf var föstudagsfjör í Sumartím og búið var að koma upp vatnsrennibraut þar. Blaðamaður Feykis skellti sér í bæinn í góða veðrinu og myndaði stemninguna.
Meira

Eva Rún, Fanney og Inga Sólveig skrifa undir

Það er nóg að gera hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þessa dagana en auk þess að ráða aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið var í dag samið við Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta næsta tímabil. Þær léku allar með liði Tindastóls síðasta vetur og komu upp í gegnum yngri flokka starf Stólanna.
Meira

Svavar Atli ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í körfunni

Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Svavar Atla Birgisson um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Jan Bezica, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Svavar tekur við hans hlutverki.
Meira

Útgáfupartý Azpect í Ljósheimum

Hljómsveiting Azpect, sem er skipuð Sauðkrækingunum Atla Degi Stefánssyni og Hauki Sindra Karlssyni, mun gefa út sína fyrstu plötu á miðnætti á Laugardagskvöldið 10. júlí næstkomandi. Í tilefni af því ætla þeir að halda útgáfupartý í Ljósheimum sem byrjar klukkan 22:00 og mun standa fram eftir kvöldi.
Meira

Stólarnir kræktu í stig gegn KFG

Í gær mættust lið KFG og Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu á OnePlus vellinum í Garðabæ en leikurinn átti að fara fram snemma á tímabilinu en var þá frestað vegna Covid-smita í Skagafirði. Tindastólsmenn mættu sprækir til leiks eftir góðan sigur á Vopnafirði og áttu skilið að fara með öll stigin með sér norður en eins og stundum áður gekk illa að landa stigunum þremur og Garðbæingar jöfnuðu leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira

KS veitir sveitarfélögunum í Skagafirði 200 milljón króna styrk til samfélagslegra verkefna

Kaupfélag Skagfirðinga greindi frá því við athöfn í dag sem fram fór í Húsi frítímans á Sauðárkróki, að fyrirtækið hefur ákveðið að veita sveitarfélögunum í Skagafirði sérstakt framlag til samfélagslegra verkefna í Skagafirði sem hljóðar upp á 200 milljónir króna.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira