Skagafjörður

Fyrstu Íslandsmeistarar Tindastóls í badminton - Íþróttagarpar Feykis

Á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton, sem fram fór á Akranesi í maí, sendi badmintondeild Tindastóls í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri. Báðar komust þær í úrslit í öllum greinum sem þær tóku þátt í og enduðu sem Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í sínum flokkum og þar með fyrstu tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í þessari vinsælu íþrótt.
Meira

Hafa litið á reksturinn í heimsfaraldri sem áskorun

Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal hafa verið umfangsmikil í hótel- og veitingarekstri á Sauðárkróki til fjölda ára en í dag eiga þau og reka gistiheimilið Miklagarð, Hótel Tindastól, sumarhótelið Miklagarð, Mælifell og KK restaurant. Rekstur slíkra staða hefur verið í uppnámi frá því að Covid skall á og er rekstur þeirra engin undantekning þar á. Þau hafa þó reynt að sníða sér stakk eftir vexti og líta björtum augum á framtíðina en viðurkenna þó að seinasta eitt og hálfa ár hefur verið áskorun. Blaðamaður Feykis settist niður með þeim hjónum og forvitnaðist um það hvernig reksturinn hefur gengið í faraldrinum og hvað sé framundan hjá þeim.
Meira

Kennsla í hestamennsku

Í þessari grein verður fjallað um kennslu í hestamennsku en breytingin sem orðið hefur frá því sem áður var hvað varðar skilning á að hestamennsku megi læra er nánast alger. Þó mest hafi gerst hvað þetta varðar á seinni áratugum er viðleitni í þessa átt þó mun eldri.
Meira

Hreinsun hafin í Varmahlíð eftir aurskriðuna

„Það sem er nýjast er að við teljum okkur vera búin að finna upptök þess vatns sem kom upp og það er verið að vinna í því að drena þetta svæði,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, Sveitastjóri Skagafjarðar, í samtali við Feyki upp úr fjögur í dag.
Meira

Gatan heitir Laugarvegur því þarna var ein laug

Undanfarna daga hefur gatan sem ég ólst upp í verið mikið til umræðu, ekki af góðu þó, aurskriða féll á tvö hús í henni og þurfti að rýma þau. Gatan sem ég ólst upp í og hefur verið til umfjöllunar er Laugarvegur í Varmahlíð. Já takið eftir, hún heitir Laugarvegur því þarna var ein laug, ekki margar og því heitir gatan ekki Laugavegur.
Meira

Tindastólsfólk í lokahópum KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 16 manna lokahópa í U-16 og U-18 ára landsliðum Íslands fyrir sumarið. Það vill svo skemmtilega til að Tindastóll á þar 5 fimm fulltrúa, tvo í U-16 karla og þrjá í U-18 kvenna.
Meira

Rýmingu aflétt á einu húsi í Varmahlíð

Á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar sem hófst kl. 16:00 í dag var tekin ákvörðun um afléttingu rýmingar á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð frá og með kl. 21 í kvöld. Rýming er óbreytt fyrir Laugaveg 15 og 17 og Laugahlíð.
Meira

Hræðist að keyra Siglufjarðarveg

Mikil umræða átti sér stað á síðasta ári í samfélaginu um Siglufjarðarveg og hversu hrikalegt vegarstæðið er, sértaklega við Strákagöng og víða á Almenningum eftir að Trölli birti frétt með fyrirsögninni "Hrikalegar myndir af Siglufjarðarvegi". Í gær fékk Trölli.is póst fá vegfaranda sem leist ekki á blikuna, þrátt fyrir að nú er hásumar og engin snjóflóð eða vetrarfærð. Vegrarandinn sagði meðal annars í póstinum til Trölla.is. “Í ljósi nýjustu frétta af aurskriðum í Varmahlíð og Tindastóli, þá stendur manni alls ekki á sama um Siglufjarðarveginn,” segir í póstinum.
Meira

Jafnt í jöfnum leik í sunnanbáli á Króknum

Tindastóll og Selfoss mættust í kvöld í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu en bæði lið vildu krækja í stigin þrjú; Selfoss til að koma sér betur fyrir í toppbaráttunni en Stólastúlkur til að bæta stöðu sína í hinni baráttunni. Það fór svo að lokum að liðin skildu jöfn en hvorugu tókst að koma boltanum í markið enda lítið um góð marktækifæri og aðstæður ansi strembnar.
Meira

Aflétting rýminga á fimm húsum í Varmahlíð

Almannavarnarnefnd Skagafjarðar ákvað á fundi sínum seinnipartinn í dag að aflétta rýmingu á húsum í Varmahlíð við Norðurbrún 5, 9 og 11 og við Laugaveg 13 og 21, frá og með kl. 21 í kvöld. Áfram eru Norðurbrún 7, Laugavegur 15 og 17, og Laugahlíð rýmd. 
Meira