Skagafjörður

Barist með kjafti og klóm fyrir þremur stigum í Garðabænum

Þar kom að því að Stólastúlkur nældu í útisigur og sinn annan sigur í Pepsi Max deildinni. Þær heimsóttu lið Stjörnunnar í Garðabæinn í gær en heimaliðið hafði sigrað Íslandsmeistara Breiðabliks í umferðinni á undan, voru í fjórða sæti deildarinnar og því fullar sjálfstrausts. María Dögg kom liði Tindastóls í forystu á 7. mínútu með þrumupoti af hálfs meters færi og síðan vörðu stelpurnar forystuna allt til loka leiksins. Lokatölur 0-1 og þó lið Tindastóls sé enn í neðsta sæti gefa úrslitin í síðustu tveimur leikjum, þar sem liðið hefur haldið hreinu, ástæðu til bjartsýni.
Meira

Óskað eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur með góða sögur af sveitarfélaginu

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur sem búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru tilbúin að taka þátt í auglýsingu fyrir sveitarfélagið. Auglýsingin mun draga fram kosti þess að búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og fá einstaklinga og fjölskyldur til að íhuga Skagafjörð sem búsetukost.
Meira

Andrea og Stefanía Íslandsmeistarar

Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp. Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
Meira

Kvennamót Golfklúbbs Skagafjarðar

Árlegt kvenmamót var haldið á laugardaginn í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði.
Meira

Avis samningur, frískir nýliðar og árshátíð GSS

Í gæ var undirritaður samningur milli GSS og Avis bílaleigu til tveggja ára. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á öllum flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður laugardaginn 24. júlí, en þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur í sér ákvæði um styrk og leigu GSS á bílum frá Avis. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Eyrún Ýr og Hrannar Íslandsmeistarar í fimmgangi

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi meistara á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Hólum í Hjaltadal um helgina. Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa, tók viðtal við Eyrúnu að loknum úrslitum og sagði að Skagafjörðurinn færi henni vel og hún honum.
Meira

Ágúst Guðmundsson gefur út bók um afmælisár Króksins 1971

Út er komin bókin Á Króknum 1971 en líkt og segir aftan á bókarkápu þá eru „...liðin 150 ár síðan byggð hófst við malarkrókinn á milli Gönguskarðsáróss og þar sem Sauðáin rann til sjávar í fjörunni árið 1871 ... Því fagnar Sauðárkrókur 150 ára byggðarafmæli sínu nú árið 2021 þegar þetta rit kemur út.“ Það var Ágúst Guðmundsson sögugrúskari á Króknum sem tók saman og gefur bókina út í nafni Skín við sólu ehf.
Meira

Guðmar Freyr Íslandsmeistari í Tölti ungmenna

Guðmar Freyr Magnússon varð Íslandsmeistari í Tölti T1 ungmenna á Íslandsmótinu í Hestaíþróttum sem fram fór á Hólum um helgina. Guðmar sat hestinn Sigurstein frá Íbishóli sem kemur úr ræktun föður hans, Magnúsar Braga á Íbishóli. Það sem gerir þennan sigur einstaklega sætan fyrir Guðmar er að fyrir mánuði síðan slasaðist hann þegar hann varð undir hesti og var því tvísýnt hvort hann gæti keppti á íslandsmótinu.
Meira

Pape vaskur í níu marka veislu á Vopnafirði

Tindastólsmenn skutust austur á Vopnafjörð í gær þar sem Einherjar biðu eftir að taka á móti þeim í mikilvægum slag í botnbaráttu 3. deildar. Lukkan hefur ekki verið í liði með Stólunum í síðustu leikjum og staða liðsins því ekki góð í deildinni. Það var því bráðnauðsynlegt fyrir leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og grípa stigin þrjú með sér heim og rífa sig upp úr fallsæti í leiðinni. Þetta hafðist í níu marka veislu þar sem Stólarnir skoruðu helmingi fleiri mörk en heimamenn. Lokatölur 3-6.
Meira