Skagafjörður

Myndasyrpa frá Smábæjarleikunum 2021

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fóru fram um liðna helgi. Á mótið voru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu. Mótið tókst afbragðsvel og sáust mikil tilþrif hjá fótboltastjörnum framtíðarinnar.
Meira

Tap í bragðlitlum leik gegn Þrótti

Stólastúlkum hefur lengi gengið brösuglega að ná í góð úrslit gegn liði Þróttar í Reykjavík og það varð engin breyting á því í gærdag þegar liðin mættust á Eimskipsvellinum í 10. umferð Pepsi Max deildarinnar. Eitt mark heimastúlkna í sitt hvorum hálfleiknum dugði til að leggja lið gestanna sem komu boltanum ekki í mark andstæðinganna að þessu sinni. Lokatölur því 2-0 fyrir Þrótt.
Meira

Sænski landsliðsmaðurinn Thomas Masssamba til liðs við Stólana

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Thomas Massamba um að leika með meistaraflokki karla næsta tímabil. Thomas Massamba er sænskur landsliðsmaður sem var byrjunarliðsmaður fyrir Svía í síðasta landsliðsglugga. Hann er bakvörður með mikla reynslu og mest þekktur fyrir að spila góðan varnarleik, leikskilning og leiðtogahæfni.
Meira

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Þjóðleiðir Íslands

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á.
Meira

Kvenfélag Sauðárkróks :: Áskorendapenni, Guðbjörg Bjarman, brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka dóttur minni, Bryndísi Þóru Bjarman fyrir að skora á mig. Ég hef marga fjöruna sopið um mína ævidaga og því af nógu að taka þegar kemur að efnisvali í þennan pistil. Eftir smá yfirlegu ákvað ég að velja smá stiklu úr löngu erindi sem ég flutti á 100 ára afmæli Kvenfélags Sauðárkróks, fyrir nokkrum árum síðan…
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar vikuna 9.-13.ágúst. Markmið körfuboltabúða Tindastóls er að gefa körfuboltakrökkum, allstaðar af á landinu, skemmtilega upplifun og tækifæri til að vinna í sínum styrkleikum og veikleikum innan og utan vallar undir handleiðslu metnaðarfullra þjálfara við topp aðstæður. Í búðirnar koma þjálfarar úr öllum áttum sem hafa reynslu sem leikmenn og eða af þjálfun á afrekssviði. Það er von okkar að iðkendur muni læra mikið af þeim.
Meira

Hvar var lið Tindastóls í síðari hálfleik?

Í hádeginu í dag mættust Tindastóll og lið KFS úr Eyjum við frábærar aðstæður á Króknum. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur báðum liðum í botnbaráttu 3. deildar en með sigri hefðu Stólarnir náðu að slíta sig aðeins frá neðstu liðum en næði KFS, sem vermdi botnsætið fyrir leikinn, í stigin þrjú breyttist slagurinn á botninum í vígvöll. Staða Stólanna var vænleg í hálfleik en heimamenn sýndu flestar sínar verstu hliðar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 1-2.
Meira

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvestur

Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi en farið var í uppstillingu. Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson leiða listann en þeir eru sitjandi þingmenn fyrir Miðflokkinn. Fanney Anita Thelmudóttir, lagenemi í Reykjavík er í þriðja sætinu, Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, starfsmaður við frístund á Skagastörnd skipar fjórða sætið. 
Meira

Óvæntir gestir á Skagafirði

Þau eru ýmiskonar fleyin sem hafa rekið nefið/stefnið inn á Skagafjörðinn í ár. Í gær ráku Skagfirðingar upp stór augu þegar sást til herskips stíma inn fjörðinn fagra og lagðist það síðan við akkeri út af Lundey í blíðviðrinu í gær. Sannarlega ekki á hverjum degi, eða áratug, sem svona dallur dúkkar upp á þessum slóðum. Samkvæmt frétt á heimasíðu Skagafjarðarhafna nú í morgun er hér um að ræða HMS Northumberland. „Sennilega eru þeir í lundaskoðun,“ segir í fréttinni.
Meira