Skagafjörður

Dreifing á Feyki vikunnar tefst

Lesendur Feykis þurfa enn á ný að sýna þolinmæði vegna útgáfu Feykis þessa vikuna þar sem dreifing getur ekki hafist fyrr en á morgun. Ástæðan er sú að blaðið er prentað fyrir sunnan og barst ekki norður yfir heiðar fyrir daginn í dag eins og til stóð.
Meira

Tilvera Tindastóls í toppdeild í hættu eftir svekkjandi tap í gær

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gær þegar ÍBV tók á móti Keflavík í Eyjum, Stjarnan tók sig upp og ferðaðist úr Garðabænum og inn í Laugardalinn til Þróttar og Stólastúlkur skruppu yfir Tröllaskagann og öttu kappi við stöllur sínar í Þór/KA á Akureyri. Úrslit voru ekki hagstæð fyrir Tindastól þar sem liðið beið lægri hlut fyrir sprækum Eyfirðingum og Keflavík, sem vermdi botnsætið, náði að leggja Eyjastúlkur og náðu að spyrna sér örlítið af botninum þar sem Stólar dúsa nú.
Meira

Ertu klár fyrir kosningarnar? – Lögheimilisflutninga þarf að tilkynna fyrir helgi

Lögheimilisflutningar þurfa að hafa borist fyrir 21. ágúst nk. til að hafa gildi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara þann 25. september nk. og mun flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem eiga sér stað eftir 20. ágúst nk. ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn.
Meira

Opið bréf til frambjóðenda í kosningum til Alþingis 25. september 2021

Nú líður að þingkosningum og kjördagur nálgast. Við kjósendur þurfum að skoða og meta hverja skal kjósa úr þeim fjölda framboða sem í boði eru. Stefnumálin virðast svipuð hjá mörgum flokkanna, þótt ekki sé samhljómur um alla hluti. Ég tilheyri þeim ört stækkandi hópi eldra fólks sem eru ýmist kallaðir eldri borgarar, lífeyrisþegar eða jafnvel bótaþegar. Mér hugnast ekki þessi miðamerking, við erum eldra fólk. Við viljum hafa áhrif á eigið líf og framtíð og teljum okkur hafa margt fram að færa.
Meira

Skagfirskir verktakar ehf. með lægsta tilboð í Þverárfjallsveg

Í dag opnaði Vegagerðin tilboð í byggingu nýs vegar á milli Blönduóss og Skagastrandar eða nánar tiltekið Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Tilboðin reyndust þrjú; frá Ístaki hf. í Mosfellsbæ, Borgarverki ehf. í Borgarnesi og Skagfirskum verktökum ehf á Sauðárkróki sem voru með lægsta tilboðið sem var um 100 milljónum hærra en áætlaður verktakakostnaður.
Meira

Merkilegur fornleifafundur á Þingeyrum

Í síðustu viku greindi fréttastofa RÚV frá því að fornleifafræðingar, sem vinna að rannsóknum á Þingeyraklaustri, hafi fundið þar merkilega gröf sem talin er tilheyra Jóni Þorleifssyni, klausturhaldara á Þingeyrum en hann lést árið 1683. Í gröfinni fundust m.a. gullhringur og veglegt höfuðfat.
Meira

Hæstur meðalhiti sjálfvirkra stöðva á Norðurlandi vestra á Brúsastöðum

Íslenski júlímánuðurinn var mjög hlýr og þurr, sérstaklega á Norður- og Austurlandi og var meðalhitinn í þeim landshlutum víða sá hæsti frá upphafi mælinga. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að sólskinsstundir hafi aldrei mælst eins margar í júlímánuði á Akureyri á meðan þungbúnara hafi verið suðvestanlands. Á Norðurlandi vestra reyndist meðalhiti sjálfvirkra stöðva hæstur á Brúsastöðum í Vatnsdal, næsthæstur á Sauðárkróksflugvelli og Nautabú í fyrrum Lýtingsstaðahreppi er svo í þriðja sæti.
Meira

Traust forysta VG!

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er.
Meira

Úrslit frá Fákaflugi 2021

Fákaflug 2021 var haldið sunnudaginn 15. ágúst á félagssvæði Hestamannafélagsins Skagfirðings á Sauðákróki. Mótið tókst afar vel og sáust fínar einkunnir. Hnokkabikarinn í ár hlaut Guðmar Freyr Magnússon en bikarinn er veittur fyrir árangur í sem flestum greinum, gefinn af Þúfum, Gísla og Mette.
Meira

Fjarskipti og öryggi landsmanna

Á undangengnum árum hafa orðið mikla breytingar í fjarskiptamálum Íslendinga. Tækninni hefur fleygt fram og sífellt fleiri þættir mannlífsins eru nú háðir net- og símatengingum. Eftir að ákveðið var fyrir allmörgum árum að selja Símann frá íslenska ríkinu með manni og mús, ef svo má að orði komast, hefur samkeppnisstaða landsbyggðarinnar versnað gagnvart þéttbýlinu.
Meira