Skagafjörður

Yfir 150 skimaðir í dag - Á frívaktinni fellur niður í kvöld

Ljóst er að Covid smitið á Sauðárkróki hefur víða áhrif þar sem fjöldi fólks er komið í sóttkví og mikið að gera í sýnatökum á heilsugæslunni í morgun. Búast má við einhverjum röskunum í fyrirtækjum og stofnunum í bænum á meðan smitrakningu og sóttkví starfsfólks stendur.
Meira

Fjórir smitaðir af Covid í Skagafirði og 72 komnir í sóttkví

Fjórir eru smitaðir af kórónuveirunni og 72 í sóttkví í Skagafirði samkvæmt upplýsingum Almannavarna á Norðurlandi vestra en unnið er að smitrakningu og er af þeim sökum töluverður fjöldi kominn í úrvinnslusóttkví. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í frétt á Vísi.is. Sýnatökur og smitrakning er í fullum gangi.
Meira

Skotfélagið Ósmann 30 ára

Skotfélagi Ósmann fagnar í dag 8. maí 30 ára afmæli sínu. Félagið hefur haldið upp á stórafmæli með einhverjum viðburði fram að þessu, en hefur ákveðið að taka hægt og hljótt á tímamótunum núna. Stærsti hluti starfseminnar í dag er rekstur skotvallarins og að gera góða aðstöðu betri fyrir alla félagsmenn, því að starfsemin snýst að langmestu leyti um þá.
Meira

Lilja Rafney tekur annað sæti VG í NV-kjördæmi

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar í gær að hún ætli að taka sæti á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Lilja Rafney bauð sig fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.
Meira

Pape Mamadou Faye til liðs við Stólana

Fótbolti.net segir frá því að sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye sé genginn í raðir Tindastóls og muni leika með liðinu í 3. deildinni í sumar. Kappinn verður kominn með leikheimild á morgun og gæti tekið þátt í leik Stólanna gegn KFG á sunnudag.
Meira

Barnaskólasalurinn á Sauðárkróki jafnaður við jörðu

Gamli íþróttasalurinn við fyrrum barnaskólann á Sauðárkróki heyrir nú sögunni til en hann var endanlega rifinn niður í gær. Í hans stað verður reist bygging sem hýsa á sex litlar íbúðir og tengist skólahúsinu sem þegar er byrjað að breyta í íbúðarhúsnæði.
Meira

„Í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist“

Tindastólsmenn spiluðu í Grindavík í kvöld og töpuðu tólfta leiknum sínum í Dominos-deildinni en nú er aðeins ein umferð eftir í Dominos-deildinni. Grindvíkingarnir voru sterkara liðið í leiknum og leiddu nánast allan tímann. „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist,“ sagði Baldur Þór, þjálfari Tindastóls, í samtali við Vísi að leik loknum. Lokatölur voru 93-83 fyrir heimaliðið.
Meira

Raul og Quico með liði Tindastóls í sumar

Samkvæmt fréttum á Tindastóll.is hefur knattspynudeild Tindastóls,samið við tvo spænska leikmenn um að spila með karlaliðinu í sumar en strákarnir hefja senn leik í 3. deild. Um er að ræða framherjann Raul Sanjuan Jorda og Francisco Vañó Sanjuan sem er sókndjarfur miðjumaður.
Meira

Um heilsuöryggi kvenna

Fyrrum nemandi minn, nú fjögurra barna móðir í Bolungarvík, fór á dögunum til kvensjúkdómalæknis. Hún lýsti einkennum fyrir lækninum og læknirinn tók leghálssýni, sagði henni síðan að samkvæmt lýsingunum gæti verið um frumuvöxt eða krabbamein að ræða en nú tæki við 8-10 vikna bið eftir niðurstöðum greiningar á sýninu.
Meira

„Áður en ég vissi af voru allar komnar í kringum mig öskrandi af gleði“

Það var Hugrún Pálsdóttir sem gerði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild og ágætt fyrir þá sem hafa gaman að fótbolta pub-quizzi að muna þá staðreynd. Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 36. mínútu og virtist ætla að duga til sigurs en Þróttur jafnaði í uppbótartíma og liðin skildu því jöfn. Hugrún hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, á að baki 117 leiki og hefur skorað 19 mörk. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir markaskorarann í morgun og byrjaði á að spyrja hvernig tilfinningin hafi verið að skora fyrsta mark Tindastóls í efstu deild.
Meira