Sölvi Sveinsson iðinn við söguskrifin - Æviþáttur breyttist í væna bók
feykir.is
Skagafjörður
21.08.2021
kl. 08.25
Það er skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingnum Sölva Sveinssyni en tvær bækur koma út eftir hann þessa dagana. Sú fyrri, sem þegar er komin út, nefnist Lög unga fólksins og inniheldur átta sögur sem gerast flestar í ótilgreindum kaupstað úti á landi eða í næsta nágrenni hans, en einnig í Reykjavík og austur á Reyðarfirði. Síðari bókin er væntanleg allra næstu daga og gefin út í tilefni 150 ára byggðaafmælis Sauðárkróks og fjallar um ævi og störf Eyþórs Stefánssonar, menningarfrömuðar og heiðursborgara Sauðárkróks. Hann var fæddur árið 1901 og því liðin 120 ár frá fæðingu hans. Sögufélag Skagfirðinga er útgefandi.
Meira
