Skagafjörður

Níu hús í Varmahlíð áfram rýmd

Eins og Feykir greindi fyrst frá í gær þá féll stór aurskriða úr hlíðinni fyrir ofan Laugaveg í Varmahlíð á milli tveggja húsa og á þau, Laugarveg 15 og 17, um fjögurleytið í gær. Ákveðið var á fundi almannavarnarnefndar í Skagafirði, sem fram fór í morgun, að þau hús sem voru rýmd í Varmahlíð í gær, hús númer 13-21 við Laugaveg og hús númer 5-11 við Norðurbrún, verði áfram rýmd þangað til að annað verður ákveðið.
Meira

Skíðalyfturnar virðast alveg hafa sloppið

Eins og Feykir greindi frá í morgun féll aurskriða á skíðasvæðinu í Tindastóli um miðnætti í gærkvöldi. Blaðamaður Feykis náði tali af Sigurði Bjarna Rafnssyni, formanni skíðadeildar Tindastóls, áður en hann og Viggó Jónsson lögðu af stað upp í brekkur skíðasvæðisins til að skoða aðstæður eftir aurskriðuna.
Meira

Áfram hlýtt næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri næstu daga þó hitastigunum sé nú talsvert misskipt milli landshluta eins og vanalega. Mestu hlýindin eru fyrir austan þar sem hitastigið hefur daðrað við 25 gráðurnar. Hér á Norðurlandi vestra fór hitinn yfir 20 gráðurnar í gær, og talsvert hærra á vinalegustu mælitækjunum, en talsverður vindur fylgdi í kaupbæti. Spáin gerir ráð fyrir í kringum 15 stiga hita í dag og fram að helgi en heldur skríða hitatölurnar niður um helgina og nær 10 gráðunum. Svo hitnar væntanlega aftur.
Meira

Rabb-a-babb 199: Maggi Jóns

Nafn: Magnús Jónsson. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er Skagfirðingur í báða ættleggi, ólst upp víða. Best var í sveitinni í Geitagerði hjá afa og ömmu. Hvað er í deiglunni: Að flytja með fjölskyldunni á Krókinn. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Rauða slaufan og hvítu jakkafötin, fermdist í Danaveldi og það er aðeins öðruvísi en á klakanum. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? John Daly, fara í asnalegar buxur, fá sér viskí og sígó og slá samt yfir 300 metra í upphafshöggi.
Meira

Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól

Í gærkvöldi sló rafmagnið út á Skagalínu og Reykjaströnd. Brynjar Þór Gunnarsson, starfsmaður RARIK, kom fyrstur á staðinn og sagði í samtali við Feyki að Þegar starfsmenn RARIK leituðu að rót vandans kom í ljós að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðinu í Tindastól og ábyggilega eyðilagt háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu. Í spennistöðinni sem liggur upp á Einhyrning er sendir Mílu og neyðarlínunnar, og verður hann keyrður á varafli þangað til jörðin þornar og eitthvað verður gert.
Meira

Aurskriða féll í Varmahlíð

Um fjögur leytið í dag féll stór aurskriða úr hlíðinni fyrir ofan Laugaveg í Varmahlíð á milli tveggja húsa og á þau, Laugaveg 15 og 17.
Meira

Taiwo Badmus til liðs við Tindastólsmenn

Í gær greindi Feykir frá því að Sigtryggur Arnar hefði skrifað undir árssamning við lið Tindastóls og í dag getum við sagt frá því að körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi sömuleiðis samið við Taiwo Badmus um að leika með liðinu næsta tímabil. Samkvæmt tilkynningu frá Stólunum er Taiwo 28 ára gamall, 200 sm á hæð og mikill íþróttamaður.
Meira

Bólusetningar í þessari viku hjá HSN á Sauðárkróki

HSN á Sauðárkróki er að bólusetja á miðvikudag seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra 29.apríl eða fyrr. Einnig verður seinni bólusetning hjá þeim sem fengu Pfizer 9.júní eða fyrr. Send hafa verið út boð á þá sem eiga að mæta. Einnig verður bólusett með Jansen þá sem eru 18 ára og eldri, þeir panta sér tíma í síma 432-4236, mikilvægt að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, panti sér tíma.
Meira

Margrét Rún valin í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót

Margrét Rún Stefánsdóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls kvenna, hefur verið valin í 20 manna lokahóp U16 landsliðsins fyrir Norðurlandamót sem fram fer dagana 4-13 júlí nk. í Kolding í Danmörku.
Meira

Strandgatan lokuð vegna Malbikunarframkvæmda

Í dag, þriðjudaginn 29. júní, verður Strandvegur á Sauðárkróki lokaður vegna malbikunarframkvæmda frá gatnamótum við Hegrabraut og að smábátahöfninni. Hjáleiðir eru um Hegrabraut og Aðalgötu (sjá mynd).
Meira