Skagafjörður

Gátt fyrir rafræna reikninga opnuð á heimasíðu Svf. Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður opnaði nýverið gátt fyrir rafræna reikninga á heimasíðu sinni og segir þar að um sé að ræða aðgerðir til að reyna að koma öllum reikningum, sem berast til sveitarfélagsins í rafrænt form.
Meira

Ouse með nýtt lag

Nýtt lag, Anxiety, er komið út með tónlistarmanninum Ouse, Ásgeiri Braga Ægissyni á Sauðárkróki. Skemmtilegt myndband með laginu má finna á YouTube en það er gert af Toon53 Productions og gefur fjöldi hlustenda laginu og myndbandinu góða einkunn í athugasemdakerfinu.
Meira

Svekkjandi jafntefli á Sauðárkróki

Strákarnir í Tindastóli tóku á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag. Stólarnir hafa verið í smá basli það sem af er sumri en fyrir leikinn sátu þeir í tíunda sæti þriðju deildarinnar með fjögur stig og Sindri í því áttunda með átta stig. Leikurinn fór 3:3 en bæði lið skoruðu sitthvort markið í uppbótartíma. 
Meira

Tap í Keflavík

Tindastólsstelpur voru í dauðafæri á að koma sér úr fallsæti í gær þegar að þær sóttu Keflvíkinga heim í Pepsi Max deild kvenna. Tindastóll var með fjögur stig á botni deildarinnar og Keflavík fyrir ofan þær í því  sjöunda með sex stig fyrir leikinn. Leikurinn tapaðist hinsvegar 1:0 og sitja Stólastelpur því áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigraði í prófkjöri Norðvesturskjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði með 1.347 atkvæði þegar öll atkvæði höfðu verið talin. Alls greiddu 2.289 atkvæði.
Meira

Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns

Alþingi samþykkti um síðustu helgi stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns.
Meira

Metfjöldi útskrifta frá HÍ í dag

Yfir 2.500 manns brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag 19. júní og hafa aldrei verið fleiri. Líkt og í fyrra verður brautskráning með sérstöku sniði vegna sóttvarnatakmarkana enbrautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (nýju Laugardalshöllinni) að þessu sinni.
Meira

Svipmyndir frá 17. júní hátíðarhöldum á Sauðárkróki

17. júní var haldin hátíðlegur á Sauðárkróki með miklum myndarskap. Hátíðarhöldin hófust á Skaffóplaninu þar sem hestar voru teymdir undir börnum og skátarnir buðu upp á andlitsmálningu og seldu blöðrur. Frá Skaffóplaninu var farið í skrúðgöngu og marserað var á íþróttavöllinn þar sem hátíðardagskrá fór fram.
Meira

Á forsendum byggðanna

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvesturkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum landssvæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gefur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, annars staðar eru það atvinnumál, skólamál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og endurspegli ekki nægjanlega vel aðstæður heimamanna.
Meira

Sláttur hafinn í Skagafirði

Þrátt fyrir kulda og mikla þurrka í vor er komið að því að bændur fari að draga heyvinnutæki sín fram og hefji heyskap. Alla vega er sláttur hafinn í Sagafirði en tæpir fimm hektarar voru slegnir á bænum Viðvík í Hjaltadal í gær.
Meira