Skagafjörður

Föstudagurinn langi 10 ára og kominn á Spotify

Í dag eru 10 ár síðan að Skagfirðingarnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, sem skipa hljómsveitina Úlfur Úlfur, gáfu út sína fyrstu plötu sem ber heitið Föstudagurinn langi. Platan naut gífurlegra vinsælda og seldust þeir 100 geisladiskar sem framleiddir voru, upp á útgáfutónleikunum sem þeir héldu á Faktorý.
Meira

Fýluferð í Þorlákshöfn

Strákarnir í Tindastóll lögðu leið sína í Þorlákshöfn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem að þeir steinlágu fyrir heimamönnum í Ægi, 3:1. Blaðamaður Feykis var ekki á vellinum og sá ekki leikinn, en samkvæmt heimildamönnum hans voru Stólarnir ekki síðri aðilinn í leiknum og hefði leikurinn hæglega getað fallið með þeim. 
Meira

Endurheimt Brimnesskóga þarf stöðuga umönnun

Vinna við endurheimt Brimnesskóga hefur staðið yfir frá árinu 1995 en í því verkefni hafa eingöngu verið notaðar trjátegundir, einkum birki og reynir, sem vaxið hafa í Skagafirði frá ómunatíð. Á heimasíðu verkefnisins steinn.is/brimnesskogar kemur fram að birki, ættað úr Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal, hafi verið kynbætt og fræ af því notað til ræktunar. Landið sem Brimnesskógar hefur til afnota er um 23 ha, við ána Kolku skammt frá Kolkuósi og er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Gætum að sjálfstæðinu – Leiðari Feykis

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga landsins í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Honum til heiðurs var dagurinn valinn stofndagur lýðveldisins árið 1944. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið í stöðugri valdabaráttu, annað hvort við erlend ríki eða innbyrðis og landið bókstaflega fylltist af sjálfstæðum höfðingjum og þeirra fólki á landnámsöld vegna valdabrölts Haraldar hárfagra í Noregi.
Meira

Bestu knapar landsins mæta með bestu hesta landsins - Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní - 4. júlí nk. Mótið í ár verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Feykir hafði samband við Sigurð Heiðar Birgisson, framkvæmdastjóra mótsins, og forvitnaðist örlítið um það.
Meira

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Feykir óskar öllum gleðilega hátíð á þjóðhátíðardegi þjóðarinnar 17. júní. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, forseta en fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911.
Meira

Kjörstaður vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins er í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki

Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga vill taka fram vegna prófkjörs sem nú stendur yfir hjá Sjálfstæðisflokknum á Norðurlandi vestra að kjörstaður á Sauðárkróki er í Verknámshúsi Fjölbrautaskólans við Sæmundahlíð.
Meira

Margrét Rún valin í U16 ára landsliðshópinn

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn frá 13 félögum til að taka þátt í æfingum á Selfossi í næstu viku og er Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður 3. flokks Tindastóls, þar á meðal.
Meira

Byrðuhlaup og 17. júní hátíðarhöld að Hólum í Hjaltadal

Á morgun 17. júní verður árlega Byrðuhlaupið haldið samhliða 17. júní hátíðarhöldum að Hólum í Hjaltadal. Keppt verður um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2021. Hlaupið hefst klukkan 11:00 við Grunnskólann á Hólum og verður þaðan gengið eða hlaupið upp í Gvendarskál. Keppt verður í barnaflokki (13 ára og yngri) og fullorðinsflokki. Það verður frítt í hlaupið, allir velkomnir og í Gvendarskál verður boðið upp á hressingu.
Meira

Ísak Óli og Sveinbjörn Óli valdir í landsliðið fyrir Evrópubikar landsliða í frjálsum íþróttum

Evrópubikar landsliða verður haldin dagana 19.-20. júní í Stara Zagora í Búlgaríu. Ísland er í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum. Skagfirðingirnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson eru á meðal þeirra sem valdnir eru í landsliðhópinn.
Meira