Skagafjörður

Gengið í Trölla

Ferðafélag Skagfirðinga verður með fyrstu göngu sumarsins á morgun, fimmtudaginn 24. júní. Mæting er við Arion banka kl. 17:00, þar sem sameinast verður í bíla. Gengið verður í Trölla og þar mun ferðafélagið bjóða upp á grillaðar pylsur. Gestir koma með sinn eigin drykk.
Meira

Hofsós Heim um helgina

Hátíðin hefst með útsýnisgöngu upp á Rauðhólshnjúk á föstudeginum klukkan 17:30 og það kvöld verður innig varðeldur og brekkusöngur í kvosinni með Brynjari Elefsen og Valgerði Erlings. Síðan verður pöbbastemning á Retro Mathúsi sem er nýr staður í bláa húsinu í kvosinni sem eitt sinn hýsti Veitingastofuna Sólvík. Í Höfðaborg verður Barsvar frá 23-24 sama kvöld.
Meira

Ísak og Sveinbjörn á Evrópubikar landsliða

Evrópubikar landsliða fór fram í Búlgaríu um liðna helgi. Ísland keppti þar í annarri deildinni og endaði í 9. sæti þar og halda sér þar með uppi í þeirri deildi. Þrjú lið mættu ekki til leiks og falla því niður um deild. Skagfirðingarnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson kepptu meðal annars fyrir hönd Íslands en þetta var í fyrsta skipti sem Sveinbjörn keppir undir merkjum Íslands.
Meira

Tindstælingar í æfingabúðir yngri landsliða KKÍ

Um helgina mun U16 ára lið drengja í körfubolta hefja æfingar en hópurinn æfði síðast saman í mars. Framundan er NM U16 liða á dagskránni í byrjun ágúst. Tvíburabræðurnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir úr Tindastól eru í upphafshópnum sem þeir Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar, Karl Ágúst Hannibalsson og Chris Caird, völdu.
Meira

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni, þróun og rannsóknir eftir Covid – Málstofa

Á morgun, miðvikudaginn 23. júní, verður haldin málstofa að Hólum í Hjaltadal um ferðaþjónustu á landsbyggðinni í kjölfar Covid-19 og mikilvægi rannsókna í uppbyggingu greinarinnar. Málstofan er skipulögð af Ferðamálastofu og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og fer fram í stofu 202 (Hátíðarsal).
Meira

Samstaða og öflug viðspyrna á árinu 2020

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 var samþykktur í sveitarstjórn 19. maí sl. Árið var sem kunnugt er um margt sérstakt vegna mikilla áhrifa Covid-19 veirunnar á starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmenn sýndu að hagsmunir skagfirsks samfélags ganga ávallt framar meiningarmun um einstök pólitísk álitaefni og stóðu þétt saman um öfluga viðspyrnu til að draga úr þeim áhrifum sem afleiðingar Covid-19 hafa haft á skagfirskt samfélag.
Meira

Umhverfisátak Fisk Seafood og Smára

Fisk Seafood hefur ákveðið að styrkja iðkendur Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára með því að bjóða þeim merkta fótboltakeppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostnaðarlausu. Í staðinn vill Fisk Seafood fá iðkendur Smára með sér í umhverfisátak dagana 22. og 23. júní nk. þar sem lögð verður áhersla á að fegra nærumhverfið með því að tína rusl.
Meira

Stend með Strandveiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðil fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir!
Meira

Lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut úr 90 km/klst. í 70 km/klst.

Til stendur að lækka hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03,04 og 05, (frá brúnni við styttu Jóns Ósmanns að vegamótum Sauðárkróksbrautar og Þverárfjallsvegar) úr 90 km/klst. í 70 km/klst.
Meira

Nú er hægt að panta tíma í bólusetningu

Bólusetningar næstu viku hjá HSN á Sauðárkróki, verða miðvikudaginn 23. júní í Fjölbrautaskólanum, en samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni munu þeir sem koma í seinni bólusetning fá boð um það. Þá er bæði verið að ræða þá sem eiga að koma í seinni Pfizer, það eru þeir sem voru bólusettir 2. júní og fyrr, og einnig þeir sem eiga að koma í seinni Astra, það eru þeir sem voru bólusettir 9. apríl og fyrr. Þeir sem ekki hafa fengið fyrri bólusetningu geta nú pantað sjálfir með því að hringja í síma 432 4236 og pantað sér tíma í bólusetningu.
Meira