Skagafjörður

Leik Tindastóls og Víðis Garði frestað vegna veðurs

Leik Tindastóls og Víðis Garði hefur verið frestað vegna hvassviðris en leikurinn átti að fara fram í dag klukkan 18:00. Leikurinn verður þess í stað spilaður mánudaginn 28. júní nk. klukkan 18:00.
Meira

Haraldur kemur undan feldi og þiggur annað sætið

„Ef einhver vill vita. Annars er verið að slá í dag.“ skrifar Haraldur Benediktsson á Facebook-síðu sína í dag og deilir frétt Skessuhorns um að hann ætli að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust. Eins og áður hefur komið fram laut Haraldur í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um efsta sæti listans og tók hann sér nokkra daga til að íhuga hvort hann sætti sig við sætaskiptin.
Meira

Allar Covid-19 samkomutakmarkanir falla úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að allar takmarkanir á samkomum innanlands falli úr gildi á miðnætti í kvöld. Í því felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.
Meira

Bundið slitlag á Reykjastrandarveg

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi til að styrkja og breikka 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi. Í framhaldinu er síðan fyrirhugað hugað að leggja bundið slitlag á veginn og þar með bæta umferðaröryggi. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar svf. Skagafjarðar 23. júní sl.
Meira

Hættuleg hola á Hólum

Hola, sem grafin var við göngustíg við Geitagerði á Hólum í Hjaltadal, hefur staðið opin frá því í fyrrahaust, íbúum og öðrum vegfarendum um svæðið til ama og torveldar gönguleiðina. Að sögn eins vegfaranda, sem hafði samband við Feyki, er slysahætta af holunni sem ómögulegt er að sjá hvaða hlutverki gegnir þarna.
Meira

Dagur Þór Baldvinsson nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Ný stjórn var kosin á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem fram fór sl. miðvikudagskvöld og segir í færslu deildarinnar á Facebook-síðu hennar að ljóst var fyrir fundinn að mikil endurnýjun yrði í stjórn að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar úr fyrri stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu.
Meira

Rýkur upp með suðvestan stormi eða roki

Búist er við vaxandi hvassviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld og nótt og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna þess fyrir morgundaginn og fram á laugardagsmorgun. Í athugasemd veðurfræðings segir að ekkert ferðaveður verði fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig geti verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.
Meira

Slóvensk landsliðskona til Tindastóls?

Kvennaliði Tindastóls gæti bæst liðsauki í baráttunni í Pepsí Max deildinni í sumar en von er á 25 ára gamalli slóvenskri landsliðskonu, Tina Marolt, næsta mánudag. Að sögn Óskars Smára mun hún æfa með liðinu mánudag og þriðjudag.
Meira

Byggðastofnun tekur við eftirliti með póstþjónustu

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Meira

Ný vinnsluhola boruð við Reykjarhól

Sveitarfélagið Skagafjörður og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf undirrituðu nú nýverið undir samning um borun eftir heitu vatni í Varmahlíð. Fyrirhugað er að bora nýja vinnsluholu við Reykjahól fyrir heitu vatni á allt að 700 metra dýpi. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið borun og gengur verkið samkvæmt áætlun. Áætlaður kostnaður hljóðar upp á 50 milljónir króna og er gert ráð fyrir verklokum í lok ágúst samkvæmt samningi.
Meira