Víðismenn stálu stigi gegn lánlausum Stólum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.06.2021
kl. 23.18
Lið Tindastóls og Víðis í Garði mættust í 3. deildinni á Króknum í kvöld í leik sem átti að fara fram sl. föstudag en var frestað vegna hvassviðris. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í kvöld og var lengstum fjörugur. Heimamenn sýndu ágætan leik en voru hálfgerðir kettlingar upp við mark andstæðinganna en svo fór að lokum að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 2–2 og enn eitt svekkelsið fyrir lánlaust lið Tindastóls staðreynd.
Meira
