Skagafjörður

Víðismenn stálu stigi gegn lánlausum Stólum

Lið Tindastóls og Víðis í Garði mættust í 3. deildinni á Króknum í kvöld í leik sem átti að fara fram sl. föstudag en var frestað vegna hvassviðris. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í kvöld og var lengstum fjörugur. Heimamenn sýndu ágætan leik en voru hálfgerðir kettlingar upp við mark andstæðinganna en svo fór að lokum að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 2–2 og enn eitt svekkelsið fyrir lánlaust lið Tindastóls staðreynd.
Meira

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar til liðs við Tindastól

Lið Tindastóls heldur áfram að stykja sig fyrir körfuboltaveturinn næsta því nú rétt í þessu barst Feyki tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem sagt er frá því að samið hafi verið við Sigtrygg Arnar Björnsson fyrir örfáum mínútum um að spila heima í Skagafirði næsta tímabil. Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og ljóst að Stólarnir ætla sér aftur í toppbaráttuna því auk Arnars hefur Sigurður Þorsteinsson þegar samið við lið Tindastól.
Meira

Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Meira

Steinullarmótið heppnaðist með glæsibrag

Steinullarmótið í knattspyrnu, ætlað stúlkum í 6. flokki, fór fram á Sauðárkróki nú um helgina. Sunnanstormur setti strik í reikninginn á föstudag og varð til þess að mótið hófst nokkrum tímum síðar en til stóð svo keppendur ættu kost á að skila sér á Krókinn í skaplegu veðri. Boltinn fór að rúlla kl. 15:30 á laugardag í sjóðheitri og skaplegri sunnanátt, um kvöldið var vel heppnuð kvöldvaka í íþróttahúsinu og síðan fór fótboltinn aftur í gang snemma á sunnudagsmorgni.
Meira

Lokanir á Sauðárkróki vegna malbikunarframkvæmda

Í dag, mánudaginn 28. júní, verða lokanir í kringum malbikunarframkvæmdir á Strandvegi á Sauðárkróki. Munu lokanir vera frá gatnamótum Strandvegar og Borgargerðis að gatnamótum Strandvegar og Hegrabrautar. Verða hjáleiðir við Hólmagrund og við Borgargerði (sjá mynd). Á morgun eru einnig fyrirhugaðar frekari malbikunarframkvæmdir á Strandveginum en þá verður Strandvegur malbikaður frá Hegrabraut að smábátahöfninni.
Meira

Kaldavatnslaust í Víðihlíðinni á Sauðárkróki frameftir degi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að kaldavatnslaust verður i Víðihlíð á Sauðárkróki frameftir degi vegna viðgerðar.
Meira

Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu

Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira

Starfsemi félagsins Á Sturlungaslóð lögð niður

„Félagsskapurinn stóð upp úr og allt það góða fólk sem lagði á sig mikla og óeigingjarna vinnu til að öll verkefni færu eins og stefnt var að, nytu sín sem best og næðu til þeirra sem höfðu áhuga á sögunni. Okkur finnst félagið hafa náð því markmiði að vekja athygli fólks hér í Skagafirði á þessum mikla menningararfi,“ segir Kristín Jónsdóttir ein af forsprökkum félagsins.
Meira

Áshús og fyrirhugaðar breytingar í Áskaffi - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Breytingar eru í uppsiglingu hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en Auður Herdís Sigurðardóttir, sem rekið hefur Áskaffi á safnssvæðinu í Glaumbæ um árabil, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum.
Meira

Ekki lengdur afgreiðslutími á Grand-inn þrátt fyrir afléttingar dagsins

Þrátt fyrir afléttingar ætlum við að halda opnunartíma frá klukkan 20 til 01 en ekki hafa opinn bar til þrjú, segir Sigríður Magnúsdóttir, vert á Grand inn bar á Sauðárkróki, en eins og greint hefur verið frá verður öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-19 aflétt um miðnættið.
Meira