Stefán R. Gíslason hlýtur samfélagsverðlaun Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
01.05.2021
kl. 12.42
Fyrir stundu var upplýst í netútsendingu á heimasíðu Sæluviku hver hlýtur samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þessu sinni en þann heiður fellur Stefáni R. Gíslasyni, tónlistarkennara og kórstjóra í Varmahlíð, í skaut. Stefán hefur verið leiðandi í tónlistarlífi Skagfirðinga um áratuga skeið og gildir þar einu hvort um er að ræða kennslu, kórstjórn eða menningarviðburði þar sem tónlistin hefur verið aðalatriðið og er Stefán alltaf tilbúinn að koma að slíku, sagði Ingibjörg Huld Þórðardóttir, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins, við afhendinguna.
Meira