Skagafjörður

Lamba-, ær-, og folaldakjöt frá Sölvanesi

Hjónin Rúnar Máni Gunnarsson og Eydís Magnúsdóttir, sem búa á bænum Sölvanesi í Skagafirði, bjóða upp á ýmislegt góðgæti í bíl smáframleiðenda þegar hann er á ferðinni. Í Sölvanesi er rekinn búskapur með sauðfé og hross en einnig bjóða þau upp á gistingu þar sem náttúruunnendur og útivistarfólk ætti að hafa nóg fyrir stafni því margar góðar gönguleiðir eru í námunda við bæinn.
Meira

Samræmdum könnunarprófum aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem ráðgert var að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku. Þessi ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra byggir fyrst og fremst á hagsmunum nemenda og sjónarmiðum skólasamfélagsins, eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Meira

Flutningabílar þvera þjóðveg 1 við Hvammstangaafleggjara

„Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvammstangaafleggjara þar sem flutningabílar þvera veg og er beðið með aðgerðir vegna veðurs,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að kanna aðstæður áður en haldið er af stað í ferðalag. Holtavörðuheiði er opin en hálka og skafrenningur er á heiðinni og Þverárfjall ófært vegna veðurs.
Meira

Hvað á barnið að heita?

Húnahornið segir af því að bráðlega opnar skrifstofusetur á Hvammstanga í húsnæði Landsbankans á Höfðabraut 6. Þar verður boðið upp á skrifstofuaðstöðu fyrir þá sem vinna störf án staðsetningar og aðra þá sem þurfa á vinnuaðstöðu að halda og þá munu skrifstofur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra flytjast í húsnæðið. Á vef SSNV er auglýst eftir nafni á húsnæðið sem væri lýsandi fyrir starfsemina og þá er því beint til þeirra sem hyggjast leggja heilann í bleyti að ekki er verra að nafnið tengist með einhverjum hætti Húnaþingi vestra.
Meira

Það dró í tröllaskafla

Það voru einhverjir sem héldu sennilega að vorið væri komið eftir veðurblíðu framan af mars. En það snérist örlítið í veðurguðunum í gær og skall á með hvassviðri og stórhríð víða um land. Ekki fór Norðvesturlandið varhluta af veðurofsanum og þegar íbúar rifuðu augun í morgunsárið og gáðu til veðurs þá mátti sjá að víða hafði dregið í tröllaskafla. Í þéttbýli var víðast hvar ófært framan af degi.
Meira

20 milljóna styrkur til flotbryggjugerðar í Drangey

Þrír styrkir renna til Skagafjarðar og einn í Húnavatnshrepp úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2021en þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í vikunni grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021.
Meira

Frozen í Bifröst – Viðtal við leikstjóra og leikara :: Uppfært: Frumsýningu frestað.

Frumsýning á leikritinu Frozen í flutningi 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fer fram í dag kl. 17, og önnur sýning strax um kvöldið kl. 20. Feykir leit við á æfingu í gær og heyrði í leikstjórum og leikurum sem hlökkuðu mikið til að fá áhorfendur í salinn. Uppfært: Frumsýningu frestað fram til morguns.
Meira

Vonskuveður norðanlands

Allt skólahald í grunnskólum Skagafjarðar fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar en mikið hvassviðri og snjókoma hefur gert allar aðstæður erfiðar til hreyfings. Mikill snjór er á götum Sauðárkróks og mikil ófærð. Víða er stórhríð og ófært á þjóðvegum á Norðurlandi vestra en unnið er að mokstri milli Hvammstanga og Blönduóss, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá er einnig verið að moka milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Meira

Ert þú nokkuð að gleyma þér?

Opnað var fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna 2020, þann 1. mars. Lokaskiladagur er á morgun, föstudag, 12. mars.
Meira

Smá rumpa um páskana - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Föstudaginn 5. mars kl 14:00 mættu átta félagar til fundar í Veðurklúbbnum á Dalbæ og spáðu fyrir veðrinu í mars. Í skeyti Dalbæinga kemur fram að fundarmenn hafi verið sáttir með veðrið í febrúar sem var þó heldur hlýrra en þeir áttu von á.
Meira