Skagafjörður

Keyrum þetta í gang!

Sástu leikinn í gær? Já. Hvernig var hann? Viltu góðu eða vondu fréttirnar fyrst? Góðu. Ókei, Tindastóll skoraði 99 stig. Já, flott, en vondu? Jú, KR skoraði fleiri stig og vann leikinn. Hvað er að? Það veit enginn en þetta er nú að verða orðið gott, strákarnir þurfa að fara að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara.
Meira

Mottukeppnin fær frábærar viðtökur

Nú í mars fór mottukeppnin í gang eftir fimm ára hlé og er samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er hún í fullum gangi og fær frábærar viðtökur. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis, Skokkhóp Vals og bændurna á Gilsbúinu í Skagafirði.
Meira

Lið KF fór með sigur í fjörugum nágrannaslag

Tindastóll og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mættust í B-deild Lengjubikarsins á KS-vellinum í dag. Leikið var við skínandi fínar aðstæður en það voru gestirnir sem voru heldur sterkari aðilinn í leiknum en lið KF spilar í 2. deild en Stólarnir í þeirri þriðju. Jafnt var í hálfleik en eftir æsilegan kafla um miðjan síðari hálfleik fækkaði í liði Tindastóls og gestirnir náðu að landa sigri, 2-3.
Meira

MUSHROOM er málið hjá Sveppa - Ungur athafnamaður hannar og framleiðir fatalínu

MUSHROOM er fatamerki sem hannað er af Sverri Má Helgasyni 15 ára nemanda við Norðlingaskóla. Sverrir Már er kallaður Sveppi og nafnið á fatamerkinu MUSHROOM er komið til vegna gælunafns hans. Það sem gerir þetta verkefni áhugavert fyrir Feyki er að Sverrir á ættir sínar að rekja norður yfir heiðar en móðir hans, Valgerður Karlotta Sverrisdóttir, er brottfluttur Króksari dóttir Sverris Valla og Lottu, Karlottu Sigurðardóttur sem uppruna sinn rekur á Blönduós. Feykir forvitnaðist örlítið um Sverri og fatalínuna sem vakið hefur töluverða athygli.
Meira

Markasúpa og bikarinn á loft

Það var fjör á KS-vellinum á Króknum í gær þegar kvennalið Tindastóls tók á móti liði FH í Lengjubikarnum. Leikurinn minnti svolítið á sumarið 2019 hjá Stólastúlkum, þær skoruðu helling af mörkum og fengu helling á sig en lokatölur, eftir mikla dramatík á lokamínútunum þar sem víti fór í súginn, voru 4-5 fyrir gestina. Að leik loknum fór síðan fram verðlaunaafhending vegna sigurs Tindastóls í Lengjudeildinni í fyrra.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira

Sannkölluð sigurstemning þegar bikarinn í Lengjubikarnum var afhentur í dag

Það var sannarlega stemning eftir annars grátlegt tap Stólastúlkna gegn FH á KS vellinum í Lengjubikarkeppninni í dag. Sannkallaður markaleikur sem endaði 4-5 fyrir gestina. En gremjan yfir því svekkelsi var fljót að hverfa þar sem bikarinn fyrir sigur í Lengjudeild síðasta árs var afhentur sigurvegurunum af Króknum í skemmtilegri athöfn stuttu eftir leik.
Meira

Mataruppskriftir sem gera gott laugardagskvöld enn betra!

Matgæðingar í tbl 38 2020 eru þau Viktor Guðmundsson og Ragna Fanney Gunnarsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki og eiga þrjú börn. Viktor er matreiðslumaður á Málmey Sk 1 og sér einnig um eldamennskuna þegar hann er í landi. Ragna er leik- og grunnskólakennari og vinnur í Árskóla. Hún hefur meira gaman af því að gera eftirréttina og sósurnar og reynir að komast af með sem minnsta eldamennsku þegar Viktor er á sjónum.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Seyla á Langholti

Þetta bæjarnafn kemur mjög víða fyrir í fornum skjölum og brjefum, og er ritað með y (ekki i. Sjá Dipl. Ísl. VIII. b., bls. 231 og víðar. Dipl. Ísl. VII. b., bls. 773 og víðar). Sem bæjarheiti kemur það aðeins fyrir í Skagafjarðarsýslu, og má telja það merkilegt mjög.
Meira

Bikar Stólastúlkna loks á loft á morgun

Það verða spilaðir tveir fótboltaleikir á gervigrasinu á Króknum nú um helgina. Það verður grannaslagur á sunnudaginn þegar strákarnir taka á móti liði KF úr Fjallabyggð en á morgun, laugardaginn 6. janúar, spila Stólastúlkur við lið FH í Lengjubikarnum og að leik loknum mun liðið loks hefja á loft bikarinn fyrir sigur í Lengjudeildinni síðarliðið sumar.
Meira