Skagafjörður

Tap Stólastúlkna í Grafarvoginum

Lið Fjölnis b og Tindastóls mættust í 16. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í Grafarvoginum í gær. Stólastúlkur þurftu að sigra til að færa sig í huggulegra sæti fyrir úrslitakeppnina framundan en það fór svo að heimastúlkur reyndust sterkari og lið Tindastóls sem var í fjórða sæti fyrir skömmu endaði í áttunda sæti en með jöfn mörg stig og liðin þrjú fyrir ofan. Lokatölur voru 88-70.
Meira

Ráðist í harðar aðgerðir í Skagafirði til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fundaði í dag vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í Skagafirði síðustu daga. Alls hafa sex jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að fjöldi þeirra sé um 400.
Meira

„Við ætlum okkur að eiga gott sumar“

Í gær hófst keppni í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en lið Tindastóls átti að mæta liði KFG í Garðabænum í dag en samkvæmt vef KSÍ hefur leiknum nú verið frestað og fer ekki fram í dag vegna Covid-ástands í Skagafirði. Feykir hafði í gær samband við Hauk Skúlason, þjálfara Tindastóls, og spurði út í leikmannamál en Stólunum hefur borist liðsauki í þremur nýjum leikmönnum og tveimur sem ekki hafa spilað langalengi með liði Tindastóls.
Meira

Sinubruni í Blönduhlíð

Á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar er greint frá því að útkall hafi borist vegna sinubruna við bæinn Vagli í Blönduhlíð í Skagafirði. Slökkviliðsmenn frá útstöðinni í Varmahlíð sinntu verkefninu sem var á um 100 fermetra svæði nálægt fjósinu á bænum. Fram kemur í færslunni að slökkvistarf hafi gengið vel fyrir sig.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Skörðugil á Langholti

Bæirnir eru tveir: Ytra-og Syðra-Skörðugil. Hvor bærinn stendur við gil, en skörð eru engin þar í nánd. Í jarðaskrá Reynistaðarklausturs, ársett 1446, er ritað Skarðagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 701); er svo að sjá, sem þá hafi bærinn verið aðeins einn. Og í kúgildaskrá Hólastóls, árið 1449, er bærinn líka nefndur Skardagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 35).
Meira

Breytingar á þjónustu Svf. Skagafjarðar og messa fellur niður

Í ljósi Covid-19 smita í Skagafirði verða talsverðar breytingingar á starfsemi sveitarfélagsins frá og með morgundeginum, sunnudeginum 9. maí. Þá fellur niður guðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju sem átti að vera kl. 11 sama dag og einnig hefur aðalsafnaðarfundi kirkjunnar, sem vera átti á morgun, verið frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Skagfirska sveiflan ruddi brautina

Það vakti athygli á dögunum þegar það fréttist að íslensk hljómsveit hefði tekið sig til og ákveðið að styrkja Aftureldingu í Mosfellsbæ með því að setja nafnið sitt, Kaleo, framan á búninga klúbbsins. Einhverjir töldu að um tímamót væri að ræða. Skömmu síðar fréttist svo að Ed Sheeran hefði gert svipaðan díl við sitt heimafélag, Ipswich Town, en kannski fyrir fleiri krónur. Þetta þóttu auðvitað gömul tíðindi í Skagafirði.
Meira

Yfir 150 skimaðir í dag - Á frívaktinni fellur niður í kvöld

Ljóst er að Covid smitið á Sauðárkróki hefur víða áhrif þar sem fjöldi fólks er komið í sóttkví og mikið að gera í sýnatökum á heilsugæslunni í morgun. Búast má við einhverjum röskunum í fyrirtækjum og stofnunum í bænum á meðan smitrakningu og sóttkví starfsfólks stendur.
Meira

Fjórir smitaðir af Covid í Skagafirði og 72 komnir í sóttkví

Fjórir eru smitaðir af kórónuveirunni og 72 í sóttkví í Skagafirði samkvæmt upplýsingum Almannavarna á Norðurlandi vestra en unnið er að smitrakningu og er af þeim sökum töluverður fjöldi kominn í úrvinnslusóttkví. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í frétt á Vísi.is. Sýnatökur og smitrakning er í fullum gangi.
Meira

Skotfélagið Ósmann 30 ára

Skotfélagi Ósmann fagnar í dag 8. maí 30 ára afmæli sínu. Félagið hefur haldið upp á stórafmæli með einhverjum viðburði fram að þessu, en hefur ákveðið að taka hægt og hljótt á tímamótunum núna. Stærsti hluti starfseminnar í dag er rekstur skotvallarins og að gera góða aðstöðu betri fyrir alla félagsmenn, því að starfsemin snýst að langmestu leyti um þá.
Meira